Heimili fyrir fötluð og langveik börn

Ávallt er reynt að styðja fötluð og langveik börn á heimili þeirra eða tímabundið utan heimilis. Ef ekki er unnt að mæta stuðningsþörf barna með þessum hætti er metið hvort börn eigi rétt á varanlegri búsetu á heimili fyrir fötluð og langveik börn.  

Hvernig sæki ég um heimili fyrir fatlað eða langveikt barn?

Heimilin fyrir fötluð og langveik börn eru hluti af stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Fyrsta skrefið í að sækja um stuðningsþjónustu er að bóka símtal frá ráðgjafa.

Hvaða þjónusta er í boði?

Grundvallaratriði í starfsemi heimila fyrir fötluð og langveik börn eru jákvæð samskipti og samvinna við foreldra og forsjáraðila. Börnum er gert kleift að vera í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína og viðhalda tengslum. Þau eru studd við samfélagsþátttöku og er starfið skipulagt eftir fremsta megni út frá þörfum og væntingum þeirra.  

Hvaða heimili eru í boði?

Reykjavíkurborg rekur tvö heimili þar sem börnunum er veittur stuðningur og umönnun í heimilislegu umhverfi.

  • Móvað er heimili fyrir langveik og fjölfötluð börn sem þurfa á umfangsmikilli umönnun og hjúkrun að halda allan sólarhringinn.  
  • Þingvað er heimili fyrir fötluð börn með samþættar skerðingar sem þurfa á umfangsmikilli aðgæslu og umönnun að halda allan sólarhringinn.