Skólavist í öðru sveitarfélagi

Þú getur sótt um skólavist fyrir barnið þitt í öðru sveitarfélagi en Reykjavík. Umsókn verður að berast fyrir 1. apríl ár hvert. 

Hvernig sæki ég um skólavist í öðru sveitarfélagi?

Þú þarft að skila inn útfylltu umsóknareyðublaði.

Umsóknin þarf að berast fyrir 1. apríl ár hvert. Ef umsókn er samþykkt gildir hún í eitt ár og ef skólavist varir lengur þarf að sækja um aftur. 

Hvað kostar það?

Ef umsóknin er samþykkt sér Reykjavíkurborg um að greiða viðkomandi sveitarfélagi.