Greiðsla vegna skólavistar í öðru sveitarfélagi

Ef barn er með lögheimili í Reykjavík en vill vera í grunnskóla í öðru sveitarfélagi þarf að senda inn beiðni til borgarinnar til að fá skólavistina niðurgreidda. Umsókn verður að berast fyrir 1. apríl ár hvert.
Hvernig sæki ég um?
Þú sendir inn beiðni um greiðslu vegna skólavistar í öðru sveitarfélagi á Mínum síðum. Þú notar rafræn skilríki til að skrá þig inn.
Til að senda inn beiðnina þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Vera skráður forsjáraðili barns á grunnskólaaldri.
- Vera með sama lögheimili og barnið í Reykjavík.
Hvað gerist eftir að ég sæki um?
Reykjavíkurborg fer yfir beiðnina eins fljótt og auðið er. Ef hún er samþykkt sér borgin um að greiða viðkomandi sveitarfélagi fyrir skólavist barnsins á því ári sem sótt er um.