Matur í grunnskólum

""

Flestir nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar eru í mataráskrift í skólanum. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum og ekki þarf að greiða fyrir fleiri en tvö grunnskólabörn frá sama heimili. 

Hvað kostar skólamatur?

Áskrift að skólamáltíðum miðast við 20 daga í mánuði og ekki er rukkað fyrir mat í júní, júlí og ágúst.

Foreldrar greiða einungis máltíðagjöld fyrir tvö börn á sama fjölskyldunúmeri, þvert á skólastig, önnur njóta 100% afsláttar.

Hvernig er sótt um skólamat? 

Þú sækir um mataráskrift rafrænt. Mataráskrift heldur áfram næsta skólaár nema henni sé sagt upp. Ef þú vilt hætta áskriftinni hafðu þá samband við skólann. Ef barnið þitt skiptir um skóla er mataráskrift sagt upp í gamla skólanum og sótt um í nýjum skóla. Það er líka hægt er að afskrá mataráskrift rafrænt. 

Hvernig matur er í boði?

Það er boðið upp á hollan mat  í skólanum og hægt er að skoða matseðla á heimasíðu hvers skóla. Farið er eftir leiðbeiningum um hollan mat frá Landlæknisembættinu. 

""