Nemendur Hagaskóla safna 4,4 milljónum fyrir börn á Gaza og Ljósið

Hátíðarstemning var í Hagaskóla í morgun þegar afhent var söfnunarfé Góðs Máls
Fimm einstaklingar á sviði með tvær stórar ávísanir

Nemendur í Hagaskóla standa fyrir góðgerðardeginum Gott Mál á hverju ári þar sem þau safna fé til góðra málefna með sölu á bakstri, öðrum mat og varningi og alls konar skemmtilegum uppákomum. Í dag afhentu þau afraksturinn, 4.4 milljónir króna til fulltrúa Ísland-Palestínu og Ljóssins. 

Undanfarin ári hefur skapast hefð fyrir því að nemendur velji eitt innlent málefni og eitt erlent til að styrkja. Þetta árið völdu nemendur að styrkja annars vegar barna- og ungmennastarf í Ljósinu og hins vegar börn á Gaza. Heildarupphæðin sem safnaðist er 4.400.000 sem skiptist jafnt á milli þessara samtaka. 

Fjórir einstaklingar og tvær ávísanir á sviði
Emil Kjartan Valdimarsson, Hanna Ellen Mariusardóttir Midtvik afhenda Hjálmtý Heiðdal frá Ísland - Palestína og Valgý Örnu Eiríksdóttur frá Ljósinu söfnunarféð. 

 

Góðverk geta breytt lífi annarra til góðs 

Í stuttu ávarpi nefndi Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla að þó svo að upphæð söfnunarfjárins væri mikilvæg fyrir þessa aðila, mætti ekki gleyma að tilgangur verkefnisins er líka að nemendur finni á eigin skinni hversu mikilvægt það er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og finna að góðverk geta breytt lífi annarra til góðs. Einnig var nemendum hrósað fyrir framkvæmdina en dagurinn gekk ótrúlega vel fyrir sig í síðustu viku.  

Fjöldi unglinga horfa á svið í Hagaskóla

Þetta var gleðileg stund sem nemendur áttu í morgun og segjast aðstandendur vonast til að féð sem nú hefur verið afhent verði til góðs fyrir ungt fólk.