Skólahljómsveitir

Vandað tónlistarnám og tónlistaruppeldi fer fram í skólahljómsveitunum fjórum sem starfræktar eru á vegum Reykjavíkurborgar. Nota má frístundakortið til að greiða niður námsgjöld.

Hvað kostar að vera með í skólahljómsveit?

Með því að smella á gjaldskrá skólahljómsveita hér fyrir neðan getur þú séð hvað nám í skólahljómsveit og hljóðfæraleiga á önn kostar.

Hlutverk og markmið

 • Stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar
 • Jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms

 • Efla félagsleg samskipti

 • Efla sjálfsaga, samvinnu og sjálfstæð vinnubrögð

 • Stuðla að aukinni tónlistarþekkingu og veita nemendum tækifæri til að koma fram

 • Stuðla að tónlistaruppeldi annarra ungmenna með því að koma fram á vegum grunnskólanna

Hljóðfærin

Í skólahljómsveitunum er kennt á öll helstu málm-, tré-og slagverkshljóðfæri. Hægt er að óska eftir því að leigja hljóðfæri hjá hljómsveitunum um leið og sótt er um nám í skólahljómsveit.

Frístundakortið

Þú getur nýtt frístundakort Reykjavíkurborgar til þess að greiða með hluta skólagjalda hjá skólahljómsveitunum.   

Gögn og tenglar

Bréf til foreldra vegna umsókna

Hér má nálgast bréf til foreldra vegna umsókna í skólahljómsveitir í Reykjavík veturinn 2023-2024

Viðhorf foreldra barna í skólahljómsveitum

Könnunin var framkvæmd í apríl og maí 2018.

Markmið foreldrakannana á vegum skrifstofu skóla- og frístundasviðs er fyrst og fremst fjórþætt:

 • Að foreldrar geti tjáð sig um þjónustuna
 • Að stjórnendur starfsstaða fái endurgjöf á þjónustuna
 • Að stjórnendur starfsstaða fái endurgjöf á þjónustuna
 • Að stjórnendur starfsstaða nýti upplýsingarnar til að halda í styrkleika starfseminnar og til að bæta enn frekar starfið
 • Að stjórnendur á skrifstofu skóla- og frístundasviðs og kjörnir fulltrúar fái upplýsingar um þjónustuna til að geta sinnt eftirlitsskyldu sinni

Allir foreldrar sem áttu barn/ungling skráð í skólahljómsveit vorið 2018 fengu senda beðni um þáttöku. Ekki var spurt um fleiri en eitt barn frá sama heimili. Könnunin var fyrst send á netfang annars foreldris og svo hins.