Að skipta um grunnskóla

Teikning af húsum, bílum og hjóli.

Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla en það má líka sækja um skólavist fyrir það í öðrum skóla, borgarreknum eða sjálfstætt starfandi.

Hvað geri ég?

Ef óskað er eftir flutningi á milli skóla þarf að sækja um það rafrænt. Athugið að þetta á ekki við um sjálfstætt starfandi skóla eða sérskóla, þá þarf að hafa samband við skólastjórnendur í viðkomandi skóla. 

Skóli sem sótt er um getur tekið inn nemendur utan skólahverfis nema að ekki sé húsrúm eða aðrar lögmætar ástæður liggi að baki.