Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hver er staðan?

Opið málþing um félagslegt landslag í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur 5. janúar 2024.

Staður og stund

Velkomin á opið málþing Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hver er staðan? sem haldið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 5. janúar frá 9:00-11:00. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi.  

Á fundinum mun Kolbeinn H. Stefánsson fara yfir tímamótarannsókn um félagslegt landslag sem unnin var í samstarfi við Reykjavíkurborg. Sérfræðingar ásamt fulltrúum sveitafélaga munu ræða niðurstöður rannsóknarinnar, tækifæri og áskoranir á Stór-Reykjavíkursvæðinu í pallborði í lok málþings.

Húsið opnar kl. 8:30, létt morgunhressing.

Streymi

Dagskrá 

Fundarstjóri: Harpa Þorsteinsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara

9:00–9:15  Ávarp borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson

9:159:45  Félagslegt landslag í Reykjavík - niðurstöður rannsóknar

Kolbeinn H. Stefánsson, dósent á Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands

9:459:55  Lagskipting og búseta

Guðmundur Ævar Oddsson, prófessor á Félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri

9:5510:05  Ójöfnuður í heilsu í Reykjavík 

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

10:0510:15  Líðan Íslendinga eftir aldri, kyni og fjárhagsstöðu

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis

Sigrún Haraldsd. Elínardóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis

10:15  Pallborð og samantekt

Dagur B. Eggertsson - borgarstjóri 

Kolbeinn H. Stefánsson -  dósent á Félagsvísindasviði HÍ

Sigþrúður Erla Arnardóttir - framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar Reykjavíkur 

Óskar Dýrmundur Ólafsson - framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkur

Gunnar Axel Axelsson - bæjarstjóri Vogum 

Fjóla Steindóra Kristinsdóttir - bæjarstjóri Árborg 

Öll velkomin!

Rannsókn á félagslegu landslagi í Reykjavík

Markmið rannsóknar er að greina félagslegt landslag í Reykjavík út frá dreifingu lífskjara, bæði innan og milli hverfa.

 

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Lýðheilsa í Reykjavík

Lýðheilsustefna Reykjavíkur til 2030: Heilsuborgin Reykjavík: „Borgin sem ég vil búa í“ var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur þann 5. október 2021.

Meginmarkmið stefnunnar eru þrjú:

  1. Bætt heilsa og vellíðan á öllum æviskeiðum,
  2. Jöfnuður til heilsu og vellíðanar - engin skilin eftir 
  3. Heilsa og vellíðan er vegvísir í allri starfsemi Reykjavíkurborgar.

Aðgerðaáætlun

Til að ná fram markmiðum lýðheilsustefnunnar er sett fram aðgerðaáætlun til fáeinna ára í senn út frá stöðumati á hverjum tíma til að mæta helstu áskorunum sem snúa að heilsu og líðan borgarbúa. Fyrsta aðgerðaáætlun stefnunnar tekur til áranna 2021–2023.