Aðalstræti 10 - ný sýning Borgarsögusafns

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Aðalstræti 10, ný sýningarviðbót við grunnsýningu Borgarsögusafns sem tengist Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 og segir frá bæ verða að borg á aðgengilegan hátt. Áhersla er lögð á að draga fram þætti úr sögu Reykjavíkur, varpa ljósi á daglegt líf íbúanna og tíðarandann í aldanna rás. Efnistök og nálgun miða að því að ná sem best til allra notenda Borgarsögusafns og er sýningunni ætlað að vekja áhuga og spurningar með fjölbreyttri miðlun.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Aðgerð lokið. Þann 7. maí 2022 opnaði sýning í Aðalstræti 10, elsta húsi borgarinnar, sem samtengd er Landsnámssýningunni Aðalstræti 16. Sýningin er aðgengileg og opin almenningi á opnunartíma Borgarsögusafns. Sýningunni var vel tekið af borgarbúum og gestum borgarinnar og er enn ein rós í hnappagat borgarinnar hvað varðar menningu í miðborginni.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Þann 7. maí opnaði sýning í Aðalstræti 10, elsta húsi borgarinnar, sem samtengd er Landsnámssýningunni Aðalstræti 16. Sýningin er aðgengileg og opin almenningi á opnunartíma Borgarsögusafns. Sýningunni var vel tekið af borgarbúum og gestum borgarinnar og er enn ein rós í hnappagat borgarinnar hvað varðar menningu í miðborginni.

  Júlí 2022 Þann 7. maí opnaði sýning í Aðalstræti 10, elsta húsi borgarinnar, sem samtengd er Landsnámssýningunni Aðalstræti 16. Sýningin er aðgengileg og opin almenningi á opnunartíma Borgarsögusafns. 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: