Endurgerð Grófarhúss

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Reykjavíkurborg efnir til hönnunarsamkeppni um endurhönnun, stækkun og stórkostlega breytingu á Grófarhúsi við Tryggvagötu í Reykjavík, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Þar eru nú til húsa höfuð­stöðvar Borg­ar­bóka­safns – Menn­ing­ar­húss, Ljós­mynda­safn Reykja­víkur og Borg­ar­skjala­safn. Fram­kvæmdin sjálf mun fela í sér gagn­gera endur­gerð Gróf­ar­hússins við Tryggvagötu og teng­ingu við nýja viðbygg­ingu. Stefnan er að Gróf­ar­húsið verði lifandi menn­ingar- og samfé­lagshús í Miðborg Reykja­víkur – fjöl­breyttur ævin­týra- og fróð­leiks­heimur fyrir börn og fjöl­skyldur og gesti á öllum aldri.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Aðgerð lokið. Úrslit í hönnunarkeppni um breytingar og endurbætur Grófarhúss voru tilkynnt í lok nóvember og var teymi frá JVST arkitektum, Inside outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu valið hlutskarpast í keppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands. Í greinargerð dómnefndar segir meðal annars að tillagan sé leikandi og skemmtileg og svari vel væntingum um fjölbreyttan ævintýra- og fróðleiksheim fyrir fólk á öllum aldri. Einnig er talað um að tillagan hafi burði til að verða framsækin, leiðandi og vakandi fyrir síbreytilegum þörfum samfélagsins. Óvíst er hvenær framkvæmdir hefjast.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).

 

Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2022

Samkeppni um nýtt Grófarhús var haldin á fyrri helmingi ársins og voru fimm teymi valin úr forvali til að taka þátt í hönnunarsamkeppninni. Áhersla fyrir forvalið var á endurnýtingu og sjálfbærni í samræmi við Græna planið og verður vinningstillaga kynnt á seinni helming ársins. Hönnunarteymi skila tillögum á haustmánuðum og verður unnið úr þeim í október og niðurstaða kynnt 24. nóvember 2022. 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).