Endurgerð Grófarhúss
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Reykjavíkurborg efnir til hönnunarsamkeppni um endurhönnun, stækkun og stórkostlega breytingu á Grófarhúsi við Tryggvagötu í Reykjavík, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Þar eru nú til húsa höfuðstöðvar Borgarbókasafns – Menningarhúss, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Borgarskjalasafn. Framkvæmdin sjálf mun fela í sér gagngera endurgerð Grófarhússins við Tryggvagötu og tengingu við nýja viðbyggingu. Stefnan er að Grófarhúsið verði lifandi menningar- og samfélagshús í Miðborg Reykjavíkur – fjölbreyttur ævintýra- og fróðleiksheimur fyrir börn og fjölskyldur og gesti á öllum aldri.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Aðgerð lokið. Úrslit í hönnunarkeppni um breytingar og endurbætur Grófarhúss voru tilkynnt í lok nóvember og var teymi frá JVST arkitektum, Inside outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu valið hlutskarpast í keppni Reykjavíkurborgar og Arkitektafélags Íslands. Í greinargerð dómnefndar segir meðal annars að tillagan sé leikandi og skemmtileg og svari vel væntingum um fjölbreyttan ævintýra- og fróðleiksheim fyrir fólk á öllum aldri. Einnig er talað um að tillagan hafi burði til að verða framsækin, leiðandi og vakandi fyrir síbreytilegum þörfum samfélagsins. Óvíst er hvenær framkvæmdir hefjast.
Eldri stöðulýsingar
Í töflunni má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning | Lýsing framvindu |
---|---|
Júlí 2022 |
Samkeppni um nýtt Grófarhús var haldin á fyrri helmingi ársins og voru fimm teymi valin úr forvali til að taka þátt í hönnunarsamkeppninni. Áhersla fyrir forvalið var á endurnýtingu og sjálfbærni í samræmi við Græna planið og verður vinningstillaga kynnt á seinni helming ársins. Hönnunarteymi skila tillögum á haustmánuðum og verður unnið úr þeim í október og niðurstaða kynnt 24. nóvember 2022. |
Tengdar aðgerðir
Taflan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
---|---|---|---|---|
Endurgerð Grófarhúss | Lokið | 2022 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Aðalstræti 10 - ný sýning Borgarsögusafns | Lokið | 2022 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Regnbogavottanir menningarstofnana borgarinnar | Lokið | 2022 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Endurskoðun á stefnum Bókmenntaborgar, Borgarsögusafns og Tónlistarborgar | Í vinnslu | 2024 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Samtalsvettvangur borgarhátíða | Í vinnslu | Viðvarandi | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Átak í aðgengismálum - Tökum höndum saman | Lokið | 2022 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Samráð um starfsemi Borgarbókasafns | Lokið | 2022 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Kortlagning á listrýmum í borginni | Í vinnslu | 2025 | Janúar 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.