Endurskoðun á stefnum Bókmenntaborgar, Borgarsögusafns og Tónlistarborgar

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Endurskoða stefnur stofnana og menningarverkefna menningar- og ferðamálasviðs til samræmis við menningarstefnu borgarinnar og Græna planið. 

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Ný stefna Borgarbókasafns sem áætlað er að verði tilbúin haustið 2024. Einnig unnið að nýrri stefnu fyrir Listasafn Reykjavíkur. Borgarsögusafn hefur lokið við stefnumótun og er í innleiðingarfasa. Vinna þarf stefnur fyrir Bókmenntaborg og Tónlistarborg.

Eldri stöðulýsingar

Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023

Stefnumótunarvinna Tónlistarborgar og Bókmenntaborgar verður í seinni hluta nóvember 2023 þar sem samræming menningarstefnu borgarinnar og Græna planið verður haft til hliðsjónar.

Janúar 2023 Nokkrar undirstefnur á menningar- og íþróttasviði hafa runnið sitt skeið og þurfa endurnýjun. Í ljósi sameiningar menningar- og ferðamálasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs var þessi vinna sett á bið og verður farið í hana árið 2023. Borgarsögusafn Reykjavíkur hefur lokið stefnumótunarvinnu.
Júlí 2022 Nokkrar undirstefnur á menningar- og - ferðamálasvið hafa runnið sitt skeið og þurfa endurnýjun. Stefna Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO hefur verið endurnýjuð og bíður samþykktar menningar-, íþrótta og tómstundaráðs. Borgarsögusafn Reykjavíkur hefur hafið stefnumótunarvinnu og er áætlað að ljúka henni fyrir árslok 2022.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: