Kortlagning á listrýmum í borginni

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Kortlagning á dreifingu, fjölda, stærð og aðstöðu listrýma í borginni með það að markmiði að styðja betur við listafólk. Rými fyrir viðburðahald úti og inni og vinnustofurými. Skoða vel dreifingu milli listgreina og rými fyrir grasrót og ungt listafólk. Gera uppbyggingaráætlun í samvinnu við viðeigandi hverfaráð og ungmennaráð.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Skýrsla var unnin af Vigdísi Jakobsdóttur fyrir Reykjavíkurborg og íslenska ríkið og var kynnt fyrir MÍR ráðinu. Jafnframt hafa faghópar lista fengið kynningu.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Janúar 2024 Skoðað verður hvort unnt sé að ráða háskólanema tímabundið til að fara í þessa kortlagningu.
Júlí 2023

Kortlagning á listrými í borginni er hafið og verða niðurstöður hennar kynntar í árslok. Kortlagningin miðar að því að auka aðgengi og dreifingu listrýma um öll hverfi borgarinnar til að jafna aðstöðu.  

Júlí 2022 Kortlagning á listarými í borginni er hafið og verða niðurstöður hennar kynntar í árslok. Kortlagningin miðar að því að auka aðgengi og dreifingu listrýma um öll hverfi borgarinnar til að jafna aðstöðu.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: