Samtalsvettvangur borgarhátíða

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Samtalsvettvangur fyrir þær borgarhátíðir sem eru með samstarfssamning við Reykjavíkurborg. Markmið samráðs vettvangsins er að auðvelda samstarf og miðlun þekkingar um rekstur borgarhátíða. 

 

Framkvæmdatími

Viðvarandi verkefni

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Samráðsvettvangur kominn á, fulltrúar borgarhátíða hittust í lok árs 2023 ásamt fulltrúum bæði menningar- og íþróttasviðs og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Vettvanginum er ætlað að auðvelda samskipti og stytta boðleiðir. Einnig var ákveðið að gera og skrifa undir viðauka varðandi þjónustu borgarinnar í þágu borgarhátíða. 

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023

Samtalsvettvangur borgarhátíða er á dagskrá haust 2023. Fulltrúum borgarhátíðanna sem eru sex talsins verður stefnt saman í haust og samtalsvettvangur formlega búinn til. Hugmyndin er að á þessum vettvangi hittist forsvarsmenn borgarhátíðanna með Reykjavíkurborg og ræði ýmis mál er tengjast samstarfinu við Reykjavíkurborg en einnig hvernig efla megi samstarf hátíðanna á milli, t.d. hvað varðar samnýtingu bjarga. Á þessum vettvangi verður borgarhátíðunum einnig gefinn kostur á að fá áhugaverða fræðslu t.d. varðandi græn skref í skipulagningu viðburða, markaðs- og kynningarmál, fjármögnun o.fl. Hugmyndin er að stefna hátíðunum saman a.m.k. einu sinni á ári.

Janúar 2023 Þriðja hvert ár eru fimm borgarhátíðir styrktar í gegnum borgarhátíðarsjóð. Markmið sjóðsins er að styðja samfellu, framþróun og rekstrarlegan grundvöll hátíða í Reykjavík. Í ár var opið fyrir umsóknir og í maí hlutu hátíðarnar Hinsegin dagar, Hönnunarmars og Reykjavík Dansfestival 7,5 milljónir í styrk og Óperudagar kom ný inn sem borgarhátíð og hlaut 5 milljónir.
Júlí 2022 Þriðja hvert ár eru fimm borgarhátíðir styrktar í gegnum borgarhátíðarsjóð. Markmið sjóðsins er að styðja samfellu, framþróun og rekstrarlegan grundvöll hátíða í Reykjavík. Í ár var opið fyrir umsóknir og í maí voru valdar borgarhátíðir Reykjavíkur fyrir árin 2023- 2025 úr innsendum umsóknum.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: