Gjaldskrá fyrir frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á veturna

Starfsdagar

Ef þjónusta er nýtt kl. 8:00-13:30 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það lengda viðveru. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið á frístundaheimilunum/sértækum félagsmiðstöðvum frá kl. 13:30-17:00. Óskað er eftir skráningu á þessa daga sérstaklega. Einnig er hægt að skrá þau börn eftir hádegi sem ekki eru skráð í vistun þann vikudag og greiða sérstaklega fyrir. Skráning á langa daga er bindandi eftir að frestur til skráningar rennur út og ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun þessa daga.

Systkinaafsláttur

Ef systkini, tvö eða fleiri, dvelja á frístundaheimili eða í sértækum félagsmiðstöðvum skóla- og frístundasviðs eða eru í vistun í leikskólum borgarinnar er veittur 100% systkinaafsláttur af dvalargjaldi eldra systkinis/eldri systkina. Í þeim tilvikum er miðað við sama fjölda daga/stunda og hjá yngra/yngsta barni. Foreldrar skulu alltaf greiða gjald vegna yngsta barns. Það sama gildir ef skóla- og frístundasvið greiðir framlag vegna systkinis/systkina í sjálfstætt reknum leikskóla eða til dagforeldris eða greitt er framlag til sjálfstætt rekins grunnskóla vegna reksturs frístundaheimilis samkvæmt samningi þar um. Foreldrar greiða mest fæðisgjöld fyrir 2 börn, þvert á skólastig, greitt er fyrir þau yngstu fyrst en eldri njóta afsláttar. Greitt er fullt gjald vegna skráningar á langa daga.

Skilyrði fyrir afslætti er að öll börnin séu með sama lögheimili/lögheimilistengsl í þjóðskrá. Afsláttur samkvæmt reglum þessum er veittur, að öllum skilyrðum uppfylltum, til þess foreldris sem, samkvæmt þjóðskrá, hefur sama lögheimili og lögheimilistengsl og barn á frístundaheimili/ í sértækri félagsmiðstöð.

Umsókn

Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní). Ef þjónustu er sagt upp, eða óskað er eftir breytingum, skal það gert fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðarmót. Hægt er að segja upp þjónustunni á skráningarvefnum Völu eða með skriflegri tilkynningu til forstöðumanns.

Fyrirspurnir og ábendingar

Allar nánari upplýsingar eru veittar í viðkomandi frístundamiðstöð eða hjá þjónustuveri Reykjavíkur.

Starfsfólk frístundamiðstöva leitast við að sinna hlutverki sínu af kostgæfni en ef þú hefur fyrirspurnir eða ábendingar um eitthvað sem betur má fara er hægt að senda tölvupóst á sfs@reykjavik.is.