Viðburðaflöt í Hljómskálagarði

Verkið felst í að styrkja grasflötina á viðburðaflötinni í Hljómskálagarðinum svo hún þoli betur álag vegna stórra viðburða. Hluti grasflatarinnar verður hækkaður upp og afmarkaður með grágrýtishleðslu með innfelldri lýsingu og hellulagðri gönguleið. Vinnusvæði verður í suðurhluta Hljómskálagarðs.
Apríl - ágúst 2023
Undirbúningur
Í framkvæmd
Lokið

Myndir

Hvað verður gert?

Framkvæmdin felur í sér uppbyggingu á viðburðasvæði í suðurhluta Hljómskálagarðs.

Landmótun og jarðvegsskipti verða á heildarsvæðinu og byggð verður upp öflug grasflöt, sem mun þola stóra viðburði og margt. Samhliða uppbyggingu grasflatarinnar verða gerðir drenskurðir með lögnum, sem safna vatni og leiða út í Þorfinnstjörn.

Flötin verður lögð með grasþökum með slitþolnum grastegundum, álíka og er sett á fótboltavelli. Undir grasið verður komið fyrir vökvunarkerfi svo hægt verði að sinna grasflötinni á sem bestan hátt. Með þessu mun grasflötinn þola betur álag og verða viðhaldsminni en verið hefur.

Af hverju?

Tilgangurinn er að gera garðinn betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum í Reykjavík.

Hvað kostar þetta?

Kostnaður er áætlaður um 130 milljónir króna.

Hvernig gengur?

Desember 2023

Verkefninu er lokið. 

23. maí 2023

Framkvæmdir eru í gangi 

14. apríl 2023

Verktaki er að byrjaður að undirbúa framkvæmdir í garðinum 

Hver koma að verkinu?

Verkkaupi

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Skrifstofa framkvæmda- og viðhalds

Eftirlit framkvæmda

Gautur Þorsteinsson, VBV - Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar

Verktaki framkvæmda

Garðasmíði ehf

Ábyrgðarmaður Verktaka með vinnusvæðamerkinga

Ólafur Þór Arason

Verkefnastjórar verkkaupa - Hönnun og framkvæmd

Magnús Bjarklind og Marta María Jónsdóttir

Hönnuðir

Landmótun sf - Verkfræðistofa Reykjavíkur, VSR - Ljósark ehf
Síðast uppfært 03.05.2024