Gátlisti yfir staðfestingargögn
Hér að neðan er gátlisti yfir þau gögn sem þú gætir þurft að skila inn og frá hvaða aðila þú getur nálgast þau. Ekki er nauðsynlegt að vera með öll gögn í hverri úttekt, aðeins þau gögn sem við á.
Byggingarstjóri
- Staðfesting frá byggingarstjóra um að hann hafi skráð allar lögbundnar áfangaúttektir í mannvirkjagátt HMS.
- Handbók hússins samkvæmt leiðbeiningum HMS nr. 16.1.1.
- Yfirlýsing þess aðila sem vann þéttikerfi flísalagðra baðkara og sturtuklefa og verklýsing vegna þéttikerfis.
Brunavarnir
- Minnisblað brunahönnuðar samþykkt af slökkviliði.
- Yfirlýsing um fullbúið og prófað brunaviðvörunarkerfi
- Gögn vegna eigin eldvarnareftirlits rekstraraðila eins og reglugerð númer 200/1994 kveður á um og leiðbeiningar á heimasíðu slökkviliðs.
- Nýjustu skoðunarskýrslu brunaviðvörunarkerfis. Skýrsla má ekki vera eldri en eins árs. Ef svo er þarf að gera nýja skoðun og skýrslu.
- Þjónustusamning vegna eftirlits og viðhalds brunaviðvörunarkerfis.
- Þjónustusamning vegna tengingar og vöktunar brunaviðvörunarkerfis.
- Yfirlýsing um fullbúið úðakerfi í eldhúsháf
- Þjónustusamning vegna eftirlits og viðhalds úðakerfis í eldhúsháf.
- Úttektarskýrsla úðakerfis í eldhúsháf.
- Staðfesting á að lyftuhurðir standist eldvarnarkröfu.
- Staðfesting á uppsetningu, prófun og virkni eldvarnatjalda.
- Þjónustusamning vegna eftirlits og viðhalds brunatjalda.
- Staðfesting á að brunatjald standist hönnunarkröfur.
- Staðfesting frá þeim aðilum sem unnu brunaþéttingar.
- Starfsleyfi þeirra aðila sem unnu brunaþéttingar.
Loftræsting
- Yfirlýsing um stillingu og prófun á samvirkni tækja og mælingu á loftmagni og dreifingu
- Stilliskýrslur vegna loftræsikerfis.
Lagnakerfi
- Þjónustusamning vegna eftirlits og viðhalds vatnsúðakerfis.
- Úttektarskýrsla vatnsúðakerfis (viðtökupróf).
- Yfirlýsing um fullbúið vatnsúðakerfi
- Yfirlýsing um að búið sé að tilkynna vatnsúðakerfi til slökkviliðs.
- Yfirlýsing um stillingu hitakerfis og virkni stýritækja vegna öryggis- eða lokaúttektar
- Yfirlýsing um prófun þéttleika, þrýstiþols og virkni á gas-, olíu-, gufu-, loft-, eða þrýstilögn.
- Yfirlýsing um þrýstiprófun og úttekt á stigleiðslu, leiðbeiningar HMS 9.8.5.
- Yfirlýsing um að heitt neysluvatn í handlaugum og sturtum verði aldrei heitara en kveður á um í 14.5.10. gr. byggingarreglugerðar 112/2012. Hiti í stofnlögnum skal vera 65°C og uppblöndun í 38°C eða 43°C skal eiga sér stað á töppunarstað eftir því sem við á.
Raforkuvirki
- Yfirlýsing um verklok á raforkuvirki vegna öryggis- eða lokaúttektar
- Yfirlýsing um prófun og virkni neyðarlýsingar og leiðarmerkinga, leiðbeiningar HMS 9.4.12
- Yfirlýsing um prófun og virkni rennihurða í flóttaleið og þjónustusamning vegna eftirlits og viðhalds.
- Yfirlýsing um prófun og virkni reyklosunar og þjónustusamning.
Lyftur
- Yfirlýsing Vinnueftirlits um lokaprófun á lyftu.
- Þjónustusamning vegna eftirlits og viðhalds á lyftu.
Rekstraraðili
- Viðbragðsáætlun / þjálfunaráætlun rekstraraðila.