Talía ferðasjóður

Talía er sjóður í eigu Félags íslenskra leikara, Félags leikskálda og handritshöfunda, Félags leikstjóra á Íslandi og Reykjavíkurborgar. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við sýningu og kynningu á íslenskri sviðslist erlendis og er sjóðurinn ætlaður sjálfstætt starfandi listamönnum. 

Fyrir hverja er Talía?

Talía styrkir félagsmenn Félags íslenskra leikara, Félags leikstjóra á Íslandi og Félags leikskálda og handritshöfunda, til að sýna og kynna íslenska sviðslist erlendis. Stuðningur sjóðsins felst í ferðastyrkjum. Skilyrði styrkveitinga frá Talíu er að umsækjendur:

  • séu fullgildir félagsmenn í einhverju ofangreindra félaga;                                                                         
  • geti lagt fram gögn um verkefni á erlendri grundu sem staðfesta eitthvað af eftirfarandi: fyrirhugaða leiksýningu, danssýningu, tónleikahald eða aðra framkomu sem hafa með fjölmiðla og kynningarviðburði á erlendum vettvangi að gera;                                                                                              
  • hafi ekki farið umrædda ferð áður en umsókn er skilað.

Hvernig er sótt um?

Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem finna má vefsvæðum aðildarfélaga Talíu. 

Umsóknir skullu innihalda greinargóða lýsingu á verkefninu, upplýsingar um kennitölur og hlutverk hvers og eins í verkefninu. Einnig skal tilgreindur tengiliður eða umboðsmaður verkefnis. 

Umsóknir skal senda til Félags íslenskra leikara á Lindargötu 6, 101 Reykjavík, eða með tölvupóst á fil@fil.is. 

Hversu hár er styrkurinn?

Hver styrkur er að upphæð 55.000 krónur en sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að endurskoða upphæðina til hækkunar hvenær sem er. 

 

Félag íslenskra leikara

Talía er sjóður í eigu Félags íslenskra leikara, Félags leikskálda og handritshöfunda, Félags leikstjóra á Íslandi og Reykjavíkurborgar.

Gott að vita

  • ferðastyrkur takmarkast við félagsmenn í ofangreindum félögum og skal að jafnaði ekki veittur einum einstaklingi oftar en tvisvar sinnum á ári;
  • hámarks fjöldi fyrir hvert verkefni er 10 ferðastyrkir;
  • sjóðurinn er ætlaður sjálfstætt starfandi listamönnum og styrkir ekki verkefni sem framleidd eru af opinberum stofnunum eða séreignarstofnunum sem reknar eru með opinberu framlagi;
  • sjóðurinn styrkir ekki ferðir á fundi, þátttöku í ráðstefnum, upptökur og ferðir sem ekki innifela flutning á lifandi sviðslist;
  • sjóðsstjórn er óheimilt að taka til umfjöllunar umsóknir frá fyrri styrkhöfum sjóðsins sem ekki hafa skilað greinargerð um fyrri úthlutun.

Fleiri spurningar?

Félag íslenskra leikara svarar fyrirspurnum vegna Talíu. 

  • Þú getur sent fyrirspurn á netfangið fil@fil.is
  • Tengiliður Talíu er Hrafnhildur Theodórsdóttir sími 552 6040 eða 863 7260

 

Félag íslenskra leikara fil@fil.is