Verðlaun, styrkir og viðurkenningar

Teikning af Ásmundarsafni.

Reykjavíkurborg veitir árlega fjölda styrkja til ýmissa menningarmála og þrenn bókmenntaverðlaun ásamt því að tilnefna borgarlistamann ár hvert. 

Menningarstyrkir úr borgarsjóði

Árlega eru veittir styrkir til margvíslegra verkefna á sviði lista og menningar í borginni. Hægt er að sækja um styrki fyrir menningarstarfsemi, bæði einstök verkefni eða samstarfssamninga til 2-3 ára. 

Hægt er að sækja um styrki að hausti og fer fagnefnd yfir allar umsóknir. 

Teikning af tveimur konum að skrifa á blað.

Borgarlistamaður

Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Viltu sjá hverjir hafa verið borgarlistamenn frá árinu 1995?

Teikning af hópi fólks.

Bókmenntaverðlaun

Reykjavík er ein af Bókmenntaborgum UNESCO í því felst mikil viðurkenning á stöðu bókmenningar í Reykjavík og gildi orðlistar.

Borgin veitir þrenn bókmenntaverðlaun árlega. 

""

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt á hverju ári síðasta vetrardag við hátíðlega athöfn í Höfða. 

""

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar eru verðlaun sem veitt eru í minningu Tómasar Guðmundssonar skálds fyrir óprentað handrit að ljóðabók.

""

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni.