Alþingiskosningar 2021
Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september 2021. Kjörstaðir í Reykjavík eru opnir kl. 9:00–22:00.
Hvar er kjörstaðurinn minn?
Allar upplýsingar varðandi kosningar í Reykjavíkurborg eru veittar í síma 411 4915.
Í þessum kosningum bætast við fimm nýir kjörstaðir. Þeir eru Frostaskjól, Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli. Reykjavíkurborg hvetur kjósendur því eindregið til að fletta því upp hvar þeir eiga að kjósa, í mörgum tilfellum hefur kjörstaðurinn færst nær heimilinu. Hér að neðan getur þú flett upp hvar þinn kjörstaður er eftir heimilisfangi.
Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert á kjörskrá þá má fletta upp í kjörskrárstofni á vef Þjóðskrár. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru veittar upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Kosið er utan kjörfundar í Kringlunni og í Smáralind. Allir kjörstaðir í Reykjavík eru opnir kl. 9:00–22:00 laugardaginn 25. september.
Kjörstaðir í Reykjavík
Til þess að finna þinn kjörstað geturðu slegið heimilisfangið þitt inn í leitargluggann á kortinu hér fyrir ofan.
Reykjavíkurkjördæmi norður |
Reykjavíkurkjördæmi suður |
|---|---|
| Álftamýrarskóli, 2 kjördeildir Strætó: 4, 11 |
Árbæjarskóli, 6 kjördeildir Strætó: 5, 16 |
| Borgaskóli, 5 kjördeildir Strætó: 6, 24, 18 |
Borgarbókasafnið Kringlunni, 2 kjördeildir Strætó: 2, 13, 14 (1, 3, 4, 6) |
| Dalskóli, 2 kjördeildir Strætó: 18 |
Breiðagerðisskóli, 7 kjördeildir Strætó: 11, 17 (2, 3, 14, 16, 18) |
| Foldaskóli, 6 kjördeildir Strætó: 18, 6, 24, 31 |
Breiðholtsskóli, 3 kjördeildir Strætó: 2, 4, 12, 24 (aðrar leiðir um Mjódd) |
| Höfðatorg, 2 kjördeildir Strætó: 4, 12, 16 |
Frostaskjól, 4 kjördeildir Strætó: 11, 13, 15 |
| Ingunnarskóli norður, 1 kjördeild Strætó: 18 |
Hagaskóli, 5 kjördeildir Strætó: 11, 15 (12) |
| Kjarvalsstaðir, 4 kjördeildir Strætó: 1, 3, 6, 11, 13 |
Hlíðaskóli, 4 kjördeildir Strætó: 13, 18 (1, 3, 4, 6) |
| Klébergsskóli, 1 kjördeild Strætó: 57 |
Ingunnarskóli suður, 3 kjördeildir Strætó: 18 |
| Laugalækjarskóli, 5 kjördeildir Strætó: 14, 12 |
Íþróttamiðstöðin Austurbergi, 6 kjördeildir Strætó: 3, 4, 12, 17 |
| Menntaskólinn við Sund, 5 kjördeildir Strætó: 14, 5 (3, 6, 12) |
Norðlingaskóli, 2 kjördeildir Strætó: 5 |
| Ráðhús, 9 kjördeildir Strætó: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14 |
Ölduselsskóli, 6 kjördeildir Strætó: 3, 4 |
| Rimaskóli, 3 kjördeildir Strætó: 6 |
|
| Vesturbæjarskóli, 2 kjördeildir Strætó: 13 |
Kjósa utan kjörfundar
Atkvæðagreiðslan fer í fram í Kringlunni og í Smáralind. Opið er kl. 9:00–22:00 alla daga.
Á kjördag, laugardaginn 25. september verður eingöngu opið í Smáralind kl. 10:00–17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.
Yfirkjörstjórnir
Alþingi kaus yfirkjörstjórnir þann 18. febrúar 2018 til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafri hlutfallskosningu skv. 13. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður:
Heimir Örn Herbertsson, Jósteinn Þorgrímsson, Leifur Valentín Gunnarsson, Ingólfur Hjörleifsson og Agnar Bragi Bragason.
Til vara: Helga Lára Hauksdóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður:
Erla S. Árnadóttir, Kolbrún Garðarsdóttir, Halldóra Björt Ewen, Sólveig Rán Stefánsdóttir og Sigfús Ægir Árnason.
Til vara: Ari Karlsson, Garðar Mýrdal og Sólveig Rán Stefánsdóttir.
Framkvæmd kosninga er á forræði skrifstofu borgarstjórnar.
Með yfirkjörstjórnum starfa:
- Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar
- Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu borgarstjórnar
- Bjarni Þóroddsson, verkefnastjóri á skrifstofu borgarstjórnar
- Páll Hilmarsson, sérfræðingur á þjónustu- og nýsköpunarsviði
Um þessar kosningar
Þann 25. september 2021 verða haldnar alþingiskosningar. Kjörtímabilið er fjögur ár.
Íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili í útlöndum skemur en 8 ár frá 1. desember 2020 geta kosið í alþingiskosningum 2021. Þeir sem hafa átt lögheimili í útlöndum lengur en í 8 ár verða að sækja um að vera teknir á kjörskrá fyrir 1. desember 2020 til þess að öðlast kosningarétt fyrir alþingiskosningarnar 2021.
Námsmenn sem stunda nám á Norðurlöndunum og hafa flutt lögheimili sitt á grundvelli Norðurlandasamningsins eiga einnig rétt á að vera á kjörskrá. Þjóðskrá Íslands hefur tekið upp nýtt umsóknarferli varðandi skráningu þeirra. Breytingarnar felast í því að umræddir námsmenn þurfa nú að tilkynna það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að þeir séu námsmenn til þess að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Eyðublað þess efnis er hægt að fylla út rafrænt hér.
Breytingar eru gerðar á kjörskrá allt fram á síðustu stundu. Á kjörskrárstofni voru rétt um 91.000 kjósendur þann 21. ágúst síðastliðinn.
Gott að vita
Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Talning fer fram í Laugardalshöll. Talning hefst kl. 22:00 og er öllum opin.
Kjósendur gera grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa skilríkjum. Debetkort og önnur skilríki með mynd og kennitölu teljast fullgild skilríki. Kjósandi sem mætir skilríkjalaus á kjörstað getur leitað til hverfiskjörstjórnar og fengið aðstoð við að láta sannreyna hver hann er.
Hjá Reykjavíkurborg eru allar upplýsingar veittar á kjördag í s. 411 4915 og í gegnum netfangið kosningar@reykjavik.is.
Aðgengismál
Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fólk með fötlun.
Aðstoð
Kjósandi á rétt á aðstoð við kosningu ef hann er ekki fær um að kjósa vegna sjónleysis eða því að honum sé höndin ónothæf. Nánari upplýsingar má finna í 63. grein laga um kosningar til alþingis.