Álftamýrarskóli

Grunnskóli,  1.-10. bekkur

Álftamýri 79
108 Reykjavík

""

Um Álftamýrarskóla

Álftamýrarskóli er heildstæður grunnskóli þar sem starfa 420 nemendur í 1.-10. bekk og um 60 starfsmenn.

Í Álftamýrarskóla er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti náms í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpun. Með það markmið í huga er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem boðið er upp á sveigjanlega náms- og kennsluhætti svo að hver og einn nemandi fái nám við sitt hæfi.

Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við foreldra en það samstarf er lykillinn að farsælu skólastarfi og velgengni nemenda. Skólinn er teymiskennsluskóli og leggur áherslu á byrjendalæsi og leiðsagnarnám. Við byggjum uppeldisstefnu okkar á uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar.  

Frístundaheimilið Álftabær er fyrir börn í 1.-4. bekk í Álftamýrarskóla og félagsmiðstöðin Tónabær býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

 

Hvað er í matinn?

Hér getur þú fylgst með því hvað er á boðstólnum í mötuneyti Álftamýrarskóla.

 

Skólastarfsemi

Skóladagatal

Hér finnur þú skóladagatal Álftamýrarskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Álftamýrarskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Álftamýrarskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

Skólinn er hverfisskóli fyrir íbúa í eftirtöldum götum: 

Álftamýri, Ármúli, Fellsmúli, Grensásvegur frá 22, Háaleitisbraut, Lágmúli, Safamýri, Síðumúli, Starmýri

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.