Borgaskóli

Grunnskóli, 1.-7. bekkur

Vættaborgir 9
112 Reykjavík

""

Skóladagatal Borgaskóla

Hér finnur þú skóladagatal Borgaskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

 

Foreldrar/forsjáraðilar skrá mataráskrift í kerfi Skólamatar og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólamatar.

Um Borgaskóla

Borgaskóli í Grafarvogi hóf starfsemi sína 1. ágúst 2020. Skólinn er við Vættaborgir og við hlið hans stendur leikskólinn Hulduheimar. Borgaskóli byggir á góðum grunni Kelduskóla og Vættaskóla sem luku starfsemi árið 2020. Skólinn er fyrir nemendur í 1.-7. bekk og tekur Víkurskóli við nemendum í 8.-10. bekk. Áætlaður nemendafjöldi er um 250 nemendur. Við skólann starfa rúmlega 40 starfsmenn.

Í Borgaskóla er unnið eftir aðferðum leiðsagnarnáms þar sem nemendur eru virkir þátttakendur í náminu og er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samofinn skólastarfinu. Lögð er áhersla á umhverfismennt og er Borgaskóli Grænfánaskóli. Í skólanum er einnig öflugt tækniver þar sem upplýsingatækni og nýsköpun er gert hátt undir höfði. Borgaskóli er regnbogavottaður vinnustaður.

Frístundaheimilið Hvergiland fyrir nemendur 1.-4. bekkjar hefur aðstöðu í hluta skólahúsnæðisins ásamt félagsmiðstöðinni Vígyn sem er fyrir nemendur 5.-7. bekkjar.

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Borgaskóla er: Bryndís Rut Óskarsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​
 

Skólastarfsemi

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Borgaskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.

Skólaráð

Skólaráð Borgaskóla skipa:

Árný Inga Pálsdóttir

Fulltrúar kennara:

Ingunn Margrét Óskarsdóttir

Unnur Jónsdóttir

Fulltrúi starfsfólks:

Kristín Lára Ragnarsdóttir

Fulltrúi grenndarsamfélags:

Ásgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir

Fulltrúar foreldra:

Helena Konráðsdóttir

Kristjana Þuríður Þorláksdóttir

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

 

Stjórn foreldrafélags Borgaskóla:

Formaður: Helena Konráðsdóttir 

Gjaldkeri: Hrönn Harðardóttir 

Ritari: Kristjana Þuríður Þorláksdóttir

Meðstjórnendur:

Hólmfríður Jónsdóttir 

Hulda Sigurjónsdóttir 

Ylfa Sigþrúðardóttir 

Borgaskóli er hverfisskóli fyrir íbúa í eftirtöldum götum:

​​​Álfaborgir, Breiðavík, Dísaborgir, Dofraborgir, Dvergaborgir, Gautavík, Goðaborgir, Hamravík, Hulduborgir, Jötnaborgir, Ljósavík, Móavegur, Tröllaborgir, Vættaborgir og Æsuborgir.

Fela af listanum 'Staðir'
Off