Hagaskóli

Grunnskóli, 8.-10. bekkur

Fornhagi 1
107 Reykjavík

""

Skóladagatal

Í skóladagatali Hagaskóla eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir nemendur, foreldra og forráðamenn.

Matur í grunnskólum

Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili.

Um Hagaskóla

Skólahverfi Hagaskóla er allur Vesturbærinn, frá flugvelli og Lækjargötu út að Seltjarnarnesi. Tvísetningu lauk 1976 og varð þá kleift að vinna við eðlilegar aðstæður í Hagaskóla. Auk heimafólks hafa jafnan verið allmargir nemendur utan hverfis í skólanum.

Hagaskóli hefur þá sérstöðu meðal annarra Reykjavíkurskóla að vera stór safnskóli eingöngu fyrir unglingastig, það er 8., 9. og 10. bekk. Í Hagaskóla koma nemendur úr þremur skólum, Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Árgangar eru því nokkuð fjölmennir og skólaárið 2023–2024 verða rúmlega 600 nemendur í skólanum. Þessi fjöldi gerir skólanum kleift að bjóða upp á margvíslegt val í námi.

Félagsmiðstöðin Frosti er fyrir nemendur skólans og býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga.

Fimm skólastjórar hafa leitt starfið í skólanum frá stofnun hans:

 • Árni Þórðarson 1958–1967
 • Björn Jónsson 1967–1994
 • Einar Magnússon 1994–2007
 • S. Ingibjörg Jósefsdóttir 2007–2023
 • Ómar Örn Magnússon 2023–

Stjórnendur í Hagaskóla

Skólastjóri er Ómar Örn Magnússon

Aðstoðarskólastjóri er Sigríður Nanna Heimisdóttir

Deildarstjóri nemendaþjónustu er Áslaug Pálsdóttir

Deildarstjóri upplýsinga og skólaþróunar er Tryggvi Már Gunnarsson

Skrifstofustjóri er Sigurlaug María Hreinsdóttir

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliðir Hagaskóla eru: 

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​

Skólastarfsemi

Námsáætlanir

Hér er hægt að nálgast námsáætlanir í kjarnagreinum fyrir haustönn 2023. Athugið að áætlanirnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

Í Hagaskóla er starfandi foreldrafélag líkt og grunnskólalög segja til um. Stjórn foreldrafélagsins er jafnan kosin á aðalfundi þess í upphafi skólaársins. Stjórn foreldrafélagsins sér meðal annars um að velja fulltrúa í skólaráð. Foreldrafélagið hefur margvíslegt hlutverk til dæmis að bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra í skólanum, undirbúa vorferð 10. bekkjar og fleira.

Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.

Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Stjórn foreldrafélags Hagaskóla fundar reglulega í skólanum.

Foreldrafélagið hefur ekki skipulagða verkefnaskrá yfir skólaárið en meðal þeirra verkefna sem félagið tekur að sér er skipulag og framkvæmd foreldrarölts, skipulag og framkvæmd vorferðar 10. bekkjar og ýmis önnur verkefni.

Markmið:

 • að styðja við skólastarfið
 • stuðla að velferð nemenda skólans
 • efla tengsl heimilis og skóla
 • hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
 • hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu

Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng verða færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins í haust.

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. 

Stjórn foreldrafélags Hagaskóla 2022-2023 skipa:

 • Vífill Harðarson, formaður
 • Gróa Helga Eggertsdóttir, ritari
 • Guðný Arndís Óskarsdóttir
 • Heiðrún Arna Friðriksdóttir
 • Rannveig Jónsdóttir

 

Skólaráð

Skólaráð Hagaskóla

Skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Samkvæmt 8. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla.

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess.

Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Í starfsáætlun eru fjórir fastir á fundir skólaráðs en að auki er ráðið kallað saman ef upp koma mál sem nauðsynlegt þykir að bera undir það og fjalla um.

Skólaráð Hagaskóla 2022-2023

Skólastjóri:

Fulltrúar nemenda:

Fulltrúar foreldra:

Fulltrúi grenndarsamfélagsins:

Fulltrúar kennara:

Fulltrúi starfsfólks:

Skólahverfi Hagaskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Hagaskóla.

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.