Hlíðaskóli

Grunnskóli, 1.-10. bekkur

Hamrahlíð 2
105 Reykjavík

""

Skóladagatal

Í skóladagatali Hlíðaskóla eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir nemendur, foreldra og forráðamenn.

Teikning af litríkum skólatöskum.

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Um Hlíðaskóla

Hlíðaskóli er heildstæður grunnskóli fyrir börn í 1.-10. bekk sem starfar samkvæmt grunnskólalögum, Aðalnámskrá grunnskóla og þeirrar stefnu sem mörkuð er af fræðsluyfirvöldum Reykjavíkur. Stefna skólans byggist á grunnþáttum menntunar sem fléttast inn í skólanámskrá skólans. Lýðræðisleg vinnubrögð, sköpun og tjáning eru samofin öllu skólastarfinu og mikil áhersla lögð á kennslu verk- og listgreina. Í skólanum er starfrækt táknmálssvið og fá allir nemendur nokkra þjálfun í íslensku táknmáli.

Frístundaheimilið Eldflaugin er fyrir börn í 1.-4. bekk við Hlíðaskóla og félagsmiðstöðin Gleðibankinn býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Hlíðaskóla er: Signý Friðjónsdóttir 

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​

 

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Skólahverfi Hlíðaskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Hlíðaskóla.

Teikning af tveim húsum.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. 

 

Teikning af hópi fólks.