Klébergsskóli
Grunnskóli, 1.-10. bekkur
Kollagrund 2–6
116 Reykjavík

Skóladagatal
Hér finnur þú skóladagatal Klébergsskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Hvað er í matinn?
Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili. Hér getur þú fylgst með því hvað er á boðstólnum í mötuneyti Klébergsskóla.

Um Klébergsskóla
Klébergsskóli er grunnskóli í sveit og borg, elsti starfandi grunnskóli í Reykjavík eftir 1999 þegar Kjalarnes sameinaðist Reykjavík, nú með um 119 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er staðsettur rétt ofan við Kléberg sem það tekur nafn sitt af. Einkennisorð Klébergsskóla eru virðing, samvinna og metnaður. Skólinn er hluti af sameinaðri stofnun sex starfsstaða; Leikskólans Bergs, Klébergsskóla, Frístundaheimilisins Kátakots, Félagsmiðstöðvarinnar Flógyn, Tónlistarskólans á Klébergi og Klébergslaug með um 52 starfsmenn, auk borgarbókasafns sem er skólasafn á skólatíma.
- Skólastjóri er Sigrún Anna Ólafsdóttir
- Aðstoðarskólastjóri er Brynhildur Hrund Jónsdóttir
Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?
Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.
Starfsemi
Stefna og starfsáætlun
Hvað er framundan í Klébergsskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. Í foreldrafélagi Klébergsskóla sitja:
- Helga Hermansdóttir formaður helga@kjos.is
- Kristjana Þórarinsdóttur varaformaður og ritari
- Þóra Ágústsdóttir gjaldkeri
- Hörður Ingi Þorbjörnsson meðstjórnandi
- Alicia og Yana Bobokal varamenn
Skoðunarmenn reikninga eru :
Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Sigrún Anna Ólafsdóttir
Miðstöð Klébergsskóla
Klébergsskóli tilheyrir Austurmiðstöð.
Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
