Klébergsskóli

Grunnskóli, 1.-10. bekkur

Kollagrund 2–6
116 Reykjavík

""

Skóladagatal

Hér finnur þú skóladagatal Klébergsskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Hvað er í matinn?

Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili. Hér getur þú fylgst með því hvað er á boðstólnum í mötuneyti Klébergsskóla.

Um Klébergsskóla

Klébergsskóli er grunnskóli í sveit og borg, elsti starfandi grunnskóli í Reykjavík eftir 1999 þegar Kjalarnes sameinaðist Reykjavík, nú með um 119 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er staðsettur rétt ofan við Kléberg sem það tekur nafn sitt af. Einkennisorð Klébergsskóla eru virðing, samvinna og metnaður. Skólinn er hluti af sameinaðri stofnun sex starfsstaða; Leikskólans Bergs, Klébergsskóla, Frístundaheimilisins Kátakots, Félagsmiðstöðvarinnar Flógyn, Tónlistarskólans á Klébergi og Klébergslaug með um 52 starfsmenn, auk borgarbókasafns sem er skólasafn á skólatíma.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Klébergsskóla er: Brynhildur Hrund Jónsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​
 

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Starfsemi

Stefna og starfsáætlun

Hvað er framundan í Klébergsskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. Í foreldrafélagi Klébergsskóla sitja:

  • Helga Hermannsdóttir formaður helga@kjos.is
  • Kristjana Þórarinsdóttur varaformaður og ritari
  • Þóra Ágústsdóttir gjaldkeri
  • Hörður Ingi Þorbjörnsson meðstjórnandi 
  • Alicia og Yana Bobokal varamenn

Skoðunarmenn reikninga eru :

Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Sigrún Anna Ólafsdóttir 

Miðstöð Klébergsskóla

Klébergsskóli tilheyrir Austurmiðstöð.

 

Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.