Tjörnin

Frístundamiðstöð

Frostaskjól 2
107 Reykjavík

Ljósmynd af hvítu húsi með skilti sem á stendur Tjörnin. Stórt KR merki á hægri hlið hússins.

Tjörnin

Tjörnin er frístundamiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Tjörnin býður börnum og unglingum í þessum borgarhluta upp á fjölbreytt félags- og tómstundastarf þar sem áhersla er lögð á forvarnir og heilbrigt og jákvætt líferni. Frítíminn er í nútímaþjóðfélagi góður vettvangur fyrir uppeldisstarf þar sem áhersla er lögð á aukinn þroska og færni með fjölbreyttum viðfangsefnum og reynslunámi.

Barna- og unglingastarf í Tjörninni

Tjörnin heldur utanum starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. Markmiðið er að veita börnum og ungmennum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Í öllum starfseiningum Tjarnarinnar er unnið með lýðræði, mannréttindi og þátttöku. Í frístundaheimilum eru barnaráð sem hafa það hlutverk að koma skoðunum og hugmyndum barnanna á framfæri og virkja þau í að taka þátt í lýðræðissamfélagi.

 

Starfsfólk

Framkvæmdastjóri: Guðrún Kaldal 

Fjármálastjóri: Gunnar Hrafn Arnarsson

Deildarstjóri barnastarfs: Steinunn Gretarsdóttir

Deildarstjóri unglingastarfs: Andrea Marel Þorsteinsdóttir

 

Fela af listanum 'Staðir'
Off