Skipulags- og samgönguráð starfaði 2018–2022

Skipulags- og samgönguráð starfar í umboði borgarráðs í skipulags- og samgöngumálum. Þá fer skipulags- og samgönguráð með málefni Bílastæðasjóðs.

Skipulags- og samgönguráð starfaði fram til 2022. Við verkefnum ráðsins tók umhverfis- og skipulagsráð.

Skipulags- og samgönguráð afgreiðir, án staðfestingar borgarráðs, verkefni samkvæmt viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019, í samræmi við heimildir í 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Skipulags- og samgönguráð mótar stefnu í skipulags- og samgöngumálum, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess. Jafnframt hefur ráðið eftirlit með rekstri umhverfis- og skipulagssviðs og að samþykktum og stefnumörkun Reykjavíkurborgar á verksviði ráðsins sé fylgt. Þá fer ráðið með önnur þau verkefni sem borgarráð ákveður. Umhverfis- og skipulagssvið annast framkvæmd stefnu og verkefna ráðsins og samskipti við aðrar stofnanir borgarinnar.

Í skipulags- og samgönguráði sitja sjö fulltrúar kjörnir af borgarstjórn til eins árs í senn og jafnmargir til vara. Flokkur sem fulltrúa á í borgarstjórn, en ekki í borgarráði, má tilnefna borgarfulltrúa til að sitja fundi borgarráðs með málfrelsi og tillögurétt.

Skipulags- og samgönguráð heldur að jafnaði þrjá til fjóra fundi í mánuði og eru þeir haldnir í Borgartúni 12-14.