Hverfisskipulag fyrir Breiðholt

Hverfisskipulag fyrir Breiðholt

Hverfisskipulag fyrir Neðra-Breiðholt, Seljahverfi og Efra-Breiðholt, ásamt leiðbeiningum, hefur verið staðfest og tók það formlega gildi 4. maí 2022 með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Hverfisskipulag er skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins.

 

Vinna ekki hafin
Hugmyndaleit og stefnumótun
Kynning á vinnutillögum
Kynning á lokatillögum
Hverfisskipulag tekið gildi

Skipulagsgögn

Í skipulagssjá finnur þú öll formleg skipulagsgögn hverfisskipulags Breiðholts; skipulagsuppdrátt, skilmála og almenna greinagerð. 

Afrakstur umfangsmikils samráðs

Á vinnutíma hverfisskipulagsins komu fjölmargar hugmyndir og tillögur fram. Eftir ítarlegt samráðsferli tóku tillögurnar breytingum og sumar voru felldar burt. Í sérstakri samráðsskýrslu, sem finna má hér að neðan, er gerð grein fyrir samráðsferlinu og hvernig unnið var með athugasemdir.  

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar hverfisskipulagsins eru nýjung í skipulagsmálum hérlendis og eru fylgiskjöl með öllum hverfisskipulagsáætlunum borgarinnar. Þær eru grundvallaðar á stefnumörkun aðalskipulags Reykjavíkur og er ætlað að leiðbeina um útfærslur á ýmsum heimildum sem fram koma í skilmálum hverfisskipulags.