Mikil stemning á Breiðholt Got Talent 2025

Skóli og frístund

Breiðholt Got Talent 2025, frístundahluti

Hæfileikakeppnin Breiðholt Got Talent var haldin í fimmtánda sinn nú í febrúar. Óhætt er að segja að viðburðurinn sé einn af hápunktunum í félagsmiðstöðva- og frístundastarfi í Breiðholtinu á hverju ári. 

Jenna og Melissa sigruðu frístundahlutann

Fyrri hluta dags var haldinn frístundahluti keppninnar þar sem frístundaheimilin sjö sendu hvert tvö atriði í keppnina. Jenna og Melissa úr Vinaseli sigruðu Breiðholt Got Talent – frístund 2025 þar sem þær sungu og dönsuðu við lagið APT sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarið í flutningi Rosé og Bruno Mars.

Áttu var orð yfir öllum hæfileikunum

Mikið er lagt upp úr því að hafa umgjörðina alla sem veglegasta og eru hátíðarhaldarar og þátttakendur afar stolt af viðburðinum. Kynnarnir í ár voru þau Embla og Kári frá KrakkaRúv og áttu þau varla orð yfir alla þá hæfileika sem búa í Breiðholtinu. Alls voru atriðin 13 en eftir undankeppnirnar á frístundaheimilunum tóku við stífar æfingar og mikil stemning myndaðist fyrir keppninni. Óhætt er að segja að dómnefnin hafi haft úr vöndu að velja.

Mikael vann í unglingakeppninni

Um kvöldið komu fram unglingar úr Bakkanum, Hólmaseli og Hundrað&ellefu. Unglingarnir kusu svo milli atriðanna þriggja sem dómnefndin valdi og varð Mikael Freyr úr Hólmaseli hlutskarpastur og þar með sigurvegari Breiðholt Got Talent 2025. Samhliða var haldin söngkeppni þar sem valinn var fulltrúi Breiðholts í söngkeppni Samfés. Saga Matthildur, sem vann Idol-keppnina 2023 og er jafnframt fyrrum starfsmaður Miðbergs dæmdi söngkeppnina sem Judith Stefnisdóttir úr Hólmaseli vann og mun því taka þátt í söngkeppni Samfés í vor.

Mynd frá Breiðholt Got Talent

Starfsfólk frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs sem stóð fyrir keppnunum var alsælt með hvernig tókst til og alla hæfileikaríku og flottu krakkana í Breiðholti.