Hólabrekkuskóli

Grunnskóli, 1.-10. bekkur

Suðurhólar 10
111 Reykjavík

""

Skóladagatal Hólabrekkuskóla

Hér finnur þú skóladagatal Hólabrekkuskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Teikning af litríkum skólatöskum.

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

 

Foreldrar/forsjáraðilar skrá mataráskrift í kerfi Skólamatar og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar og svo framvegis. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólamatar.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Valgreinar haust 2023

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um þær valgreinar sem verða í boði í Hólabrekkuskóla haustið 2023 fyrir nemendur í 8.–10. bekk.  

Um Hólabrekkuskóla

Í Hólabrekkuskóla er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Nemendur eru um 490 og starfsmenn 76. Leiðarljós Hólabrekkuskóla er virðing, gleði og umhyggja. Í skólanum er unnið eftir Uppbyggingastefnunni sem bæði eineltisstefna skólans og Vinaliðaverkefnið falla vel að. Áhersla er lögð á að öllum líði vel auk þess að veita nemendum þjálfun í lífsleikni og sjálfsaga.

Frístundaheimilið Álfheimar er fyrir börn í 1.-2. bekk við Hólabrekkuskóla og safnfrístundaheimilið Hraunheimar er fyrir 3.-4. bekk. Félagsmiðstöðin Hundrað&ellefu býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga. 

Skólastjóri er Lovísa Guðrún Ólafsdóttir

Aðstoðarskólastjóri er Guðbjörg Oddsdóttir 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Hólabrekkuskóla er: Íris Hrund Hauksdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​

Starfsemi

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Hólabrekkuskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Skólaráð

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólastjóri stýrir ráðinu og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráðið fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á skólatíma. 

 

Skólaráð Hólabrekkuskóla 2022-2024

Skólastjóri: Lovísa Guðrún Ólafsdóttir

Staðgengill skólastjóra: Guðbjörg Oddsdóttir

Fulltrúar kennara:

Katrín Elly Björnsdóttir 

Sigurey Valdís Eiríksdóttir

Varamaður: Hanna Júlía Kristjánsdóttir

Fulltrúi annars starfsfólks:

Malgorzata Karmel 

Varamaður: Guðbjörg María Sigtryggsdóttir

Fulltrúar foreldra:

Sandra Dögg Vignisdóttir

Linda Björk Pétursdóttir

Varamaður: Hólmfríður Þorsteinsdóttir 

Fulltrúar nemenda:

Matthías Huginn Henrýsson, 9. bekk 

Varamaður: Julia Marciszewska, 9. bekk 

Haukur Páll Egilsson, 6. bekk

Varamaður: Kristinn Örn Þórarinsson, 6. bekk

Varamaður: Maja Krysinska, 6. bekk

Fulltrúi grenndarsamfélags:

Hlynur Einarsson 

 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

 

Stjórn foreldrafélag Hólabrekkuskóla:

Formaður: Þórdís Ellen Rögnvaldsdóttir

Gjaldkeri: Regína Jónsdóttir

Ritari: Edith Oddsteinsdóttir

Meðstjórnendur:

Ewelina Kacprzycka

Kristín Ósk Magnúsdóttir

Elín Sigrún Helgadóttir

 

Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

 Foreldrar og/eða forráðamenn allra nemenda í Hólabrekkuskóla eru sjálfkrafa félagar í Foreldrafélagi Hólabrekkuskóla. Markmið félagsins er að vinna að velferð nemenda, meðal annars með því að koma á öflugu samstarfi milli skólans og heimila nemenda og jafnframt að stuðla að því að skólinn geti á hverjum tíma fullnægt sem best þeim kröfum sem til hans eru gerðar. 

 

Helstu viðburðir sem félagið stendur fyrir eru:

  • Jólaföndur. Nemendur 10. bekkjar eru oft með veitingasölu til styrktar útskriftarferð. Jólaföndrið er ekki hugsað sem fjáröflun fyrir foreldrafélagið.
  • Útskrift 10. bekkjar Foreldrafélagið tekur þátt í útskrift 10. bekkjar með því að bjóða upp á köku og gefa öllum útskriftarnemendum rós. Hátíðleg og skemmtileg stund sem er gaman að taka þátt í. 
  • Foreldrafélagið tekur þátt í skipulagningu 17. júní hátíðar í hverfinu, ásamt Foreldrafélagi Fellaskóla og íþróttafélaginu Leikni. Boðið er upp á lifandi tónlist og fjölbreytt skemmtiatriði fyrir allan aldur.
  • Foreldrafélagið hefur í einhver ár staðið fyrir skipulögðu hverfisrölti á föstudagskvöldum. 
  • Eitt af verkefnum foreldrafélagsins er að sjá til þess að í hverjum bekk/hóp séu tveir til þrír bekkjarfulltrúar. Þeir eru tengiliðir stjórnar foreldrafélagsins inn í bekkina auk þess að sjá til þess að skipulögð séu bekkjarkvöld helst einu sinni á önn.
  • Samstarf foreldrafélaganna í Breiðholti. Foreldrafélög grunnskólanna fimm í Breiðholtinu er í góðu samstarfi. Félögin halda samráðsfundi með skólastjórnendum en skólarnir skiptast á að bjóða heim. 
  • Félögin hafa síðustu ár séð um að skipuleggja rölt um hverfin á öskudeginum þannig að börnin gætu gengið í hús og sungið fyrir nágranna sína í von um einhverskonar góðgæti að launum.
  • Foreldrafélögin hafa leitt spennandi verkefni eins og að gefa öllum grunnskólanemendum vegleg endurskinsmerki til þess að allir nemendur séu sýnilegir í umferðinni. Stjórnir nemendafélaganna sáu um dreifingu í bekki.
  • Verkefnið Bókabrölt í Breiðholti er frumlegt verkefni en markmið verkefnisins er að efla lestur fullorðinna þar sem þeir eru fyrirmyndir barnanna. Hólabrekkuskóli sér um bókahilluna í Hólagarði en hinar eru staðsettar í Breiðholtslaug, versluninni Iceland í Seljahverfi, ÍR-heimilinu og í Mjódd. 

 

Skólabyrjun

Hér eru gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Skólahverfi Hólabrekkuskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Hólabrekkuskóla.