Seljaskóli
Grunnskóli, 1.-10. bekkur
Kleifarsel 28
109 Reykjavík
Skóladagatal
Í skóladagatali Seljaskóla eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir nemendur, foreldra og forsjáraðila.
Hvað er í matinn?
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.
Um Seljaskóla
Seljaskóli tók til starfa haustið 1979. Fyrsta veturinn var einungis boðið upp á kennslu fyrir yngsta skólastigið en síðan fjölgaði nemendum og varð skólinn fjölmennastur með 1500 nemendur, þá tvísetinn skóli. Í dag er skólinn einsettur, heildstæður grunnskóli fyrir nemendur frá 1. - 10. bekk og eru hér um 650 nemendur og um 100 starfsfólk.
Frístundaheimilið Vinasel er við Seljaskóla og félagsmiðstöðin Hólmasel við samnefnda götu.
- Skólastjóri: Jóhanna Héðinsdóttir
- Aðstoðarskólastjóri: Laufey Unnur Hjálmarsdóttir
- Deildarstjóri: Margrét Guðvarðardóttir
- Deildarstjóri stoðþjónustu: Kristjana Ósk Sturludóttir
- Námsráðgjafar: Guðný Þuríður Pálsdóttir og Laufey Elísa Hlynsdóttir
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Tengiliðir Seljaskóla eru: Kristjana Ósk Sturludóttir og Laufey Unnur Hjálmarsdóttir
Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is
Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?
Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.
Skólahverfi Seljaskóla
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Seljaskóla.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.