Hverfið mitt
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Hverfið mitt er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu borgarinnar. Þar gefst íbúum kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi með því að senda inn hugmyndir að nýjum og smærri verkefnum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Samráðsverkefnið snýst í grunninn um forgangsröðun fjármuna til verkefna, stundum kallað þátttöku-fjárhags-áætlunar-gerð. Hugmyndin er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Fjármagninu er skipt á milli hverfa, að hluta til jafnt en einnig eftir íbúafjölda
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Alls voru 62 verkefni sem hlutu kosningu í allri Reykjavík á árinu 2023. Verkhönnun kosinna verkefna hefur staðið yfir síðastliðna mánuði og er stefnt á útboð í marsmánuði. Búið er að ráða verkeftirlit með framkvæmdum. Þegar útboði er lokið hefjast framkvæmdir. Fjármagni til framkvæmda var dreift yfir á árin 2024-2025, og munu verkefni sem kosin voru á árinu 2023 koma til framkvæmda á þessu ári og á því næsta.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Kosið verður í Hverfið mitt 14. til 28. september 2023. Öll sem eru 15 ára og eldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið. Kosningin er rafræn og notendur þurfa að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. | |
Janúar 2023 | Í Hverfið mitt 2022-2023 bárust inn 1715 hugmyndir og aldrei hafa jafn margar hugmyndir borist inn í hugmyndasöfnun. Að lokinni hugmyndasöfnun tók við yfirferð hugmynda og svo er nú uppstilling kjörseðla yfirstandandi. Af samþykktum hugmyndum fara 15 vinsælustu hugmyndirnar í hverju hverfi sjálfkrafa áfram og íbúaráð hverfisins velur svo 10 hugmyndir til viðbótar. Kosningin mun fara fram næsta haust og í kjölfar af því útboð og svo framkvæmdir hugmynda. | |
Júlí 2022 | Í hugmyndasöfnun Hverfið mitt 2020-2021 bárust inn 1320 hugmyndir og aldrei hafa jafn margar hugmyndir borist inn í hugmyndasöfnun. Að lokinni hugmyndasöfnun tók við yfirferð hugmynda og svo uppstilling kjörseðla sem fór fram á rafrænum og opnum fundum hjá íbúaráðum hverfanna. Kosningin hófst svo þann 30. september og lauk á hádegi 14. október og var kosningaþátttakan í allri Reykjavík 16,4%. Útboð framkvæmda og framkvæmdir hugmynda er nú yfirstandandi og stefnt er að því sé lokið fyrir árslok 2022. |
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Verklok | Svið |
---|---|---|
Hverfið mitt | Viðvarandi | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Umhverfis- og skipulagssvið |
Regnbogavottun Reykjavíkur | Viðvarandi | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022-2024 | 2024 | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Inngilding, innflytjendur og uppruni | Viðvarandi | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Aðgengi og fatlað fólk | Viðvarandi | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Framboð upplýsinga á ensku | 2023 | Velferðarsvið Þjónustu- og nýsköpunarsvið |
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.