Hverfið mitt

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Hverfið mitt er samráðs­verk­efni íbúa og stjórn­sýslu borg­ar­innar. Þar gefst íbúum kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi með því að senda inn hugmyndir að nýjum og smærri verk­efnum í öllum hverfum Reykja­vík­ur­borgar. Samráðs­verk­efnið snýst í grunninn um forgangs­röðun fjár­muna til verk­efna, stundum kallað þátt­töku-fjár­hags-áætl­unar-gerð. Hugmyndin er að virkja almenning til þátt­töku í lýðræð­is­legri umræðu og ákvarð­ana­töku. Fjár­magninu er skipt á milli hverfa, að hluta til jafnt en einnig eftir íbúa­fjölda

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2023

Kosið verður í Hverfið mitt 14. til 28. september 2023. Öll sem eru 15 ára og eldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið. Kosningin er rafræn og notendur þurfa að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).

 

  Tímasetning Lýsing framvindu
  Janúar 2023 Í Hverfið mitt 2022-2023 bárust inn 1715 hugmyndir og aldrei hafa jafn margar hugmyndir borist inn í hugmyndasöfnun. Að lokinni hugmyndasöfnun tók við yfirferð hugmynda og svo er nú uppstilling kjörseðla yfirstandandi. Af samþykktum hugmyndum fara 15 vinsælustu hugmyndirnar í hverju hverfi sjálfkrafa áfram og íbúaráð hverfisins velur svo 10 hugmyndir til viðbótar. Kosningin mun fara fram næsta haust og í kjölfar af því útboð og svo framkvæmdir hugmynda.
  Júlí 2022

Í hugmyndasöfnun Hverfið mitt 2020-2021 bárust inn 1320 hugmyndir og aldrei hafa jafn margar hugmyndir borist inn í hugmyndasöfnun. Að lokinni hugmyndasöfnun tók við yfirferð hugmynda og svo uppstilling kjörseðla sem fór fram á rafrænum og opnum fundum hjá íbúaráðum hverfanna. Kosningin hófst svo þann 30. september og lauk á hádegi 14. október og var kosningaþátttakan í allri Reykjavík 16,4%. Útboð framkvæmda og framkvæmdir hugmynda er nú yfirstandandi og stefnt er að því sé lokið fyrir árslok 2022.

 

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).

Heiti aðgerðar

Verklok Svið

Hverfið mitt

Viðvarandi

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa
Umhverfis- og skipulagssvið

Regnbogavottun Reykjavíkur Viðvarandi

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa

Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022-2024 2024

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa

Inngilding, innflytjendur og uppruni Viðvarandi

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa

Aðgengi og fatlað fólk Viðvarandi Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa
Framboð upplýsinga á ensku 2023

Velferðarsvið
Þjónustu- og nýsköpunarsvið