Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Í áætluninni eru sett fram markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, við veitingu þjónustu og í mannauðsmálum. Áætlunin nær því þvert á alla starfsemi borgarinnar, og tengist öðrum stefnum og áætlunum sem borgin hefur samþykkt, eins og græna planinu, aðgengisstefnu, aðgerðaáætlun gegn ofbeldi, mannauðsstefnu, jafnlaunastefnu, velferðarstefnu, íþróttastefnu, menningarstefnu o.fl. Í mannréttindastefnu borgarinnar skuldbinda borgaryfirvöld sig til að vinna að mannréttindum á fjórum meginsviðum þar sem hvert svið endurspeglar margþætt hlutverk og skyldur borgarinnar; sem stjórnvalds, sem atvinnurekanda, sem veitanda þjónustu og sem samstarfsaðila. Í aðgerðaáætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum eru sett fram 51 markmið og 108 aðgerðir á þessum fjórum sviðum til að stuðla að jafnrétti og mannréttindum.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2026
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Stöðutaka í aðgerðaáætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum verður unnin haust 2025 og í framhaldi send til umræðu í borgarstjórn skv. ákvæðum jafnréttislaga.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2025 | Stöðutaka í aðgerðaáætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum verður unnin haust 2025 og í framhaldi send til umræðu í borgarstjórn skv. ákvæðum jafnréttislaga. |
Tengdar aðgerðir
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sýna rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.