Regnbogavottun Reykjavíkur
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Allir starfsstaðir Reykjavíkurborgar geta fengið regnbogavottun. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.
Framkvæmdatími
Viðvarandi verkefni.
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Langur biðlisti er í að komast að í Regnbogavottun Reykjavíkurborgar, um 100 starfsstaðir hafa hlotið Regnbogavottun og er svipaður fjöldi á biðlista. 1. janúar 2024 var Regnbogavottunin í pásu og hafði verið það frá haustmánuðum vegna starfsmannabreytinga og álags. Aftur var byrjað að taka staði inn af biðlista í Regnbogavottun í byrjun árs 2024.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Unnið að regnbogavottun í starfsumhverfinu. Á árinu 2023 hafa 7 nýjir starfsstaðir fengið Regnbogavottun og eru 97 starfsstaðir Reykjavíkurborgar með slíka vottun. | |
Janúar 2023 | Í lok árs 2022 hafa yfir 90 starfsstaðir hlotið regnbogavottun, og eru tveir aðrir starfsstaðir í því ferli og nokkrir til viðbótar á dagskrá. Þá eru yfir 30 starfsstaðir á biðlista eftir vottun, en tæpur þriðjungur þeirra eru starfsstaðir utan Reykjavíkur sem hafa óskað eftir því að taka þátt. Vottunarferlið heldur áfram að þróast og gera skýrari og sterkari kröfur á starfsstaðina ásamt því að veita ráðgjöf, stuðning og efni sem nýtist til við að gera starfsstaði og þjónustu þeirra hinseginvænni. | |
Júlí 2022 | Í nóvemberbyrjun 2022 hafa 80 starfsstaðir hlotið regnbogavottun, og eru 9 aðrir starfsstaðir í því ferli. Vottunarferlið heldur áfram að þróast og gera skýrari og sterkari kröfur á starfsstaðina ásamt því að veita ráðgjöf, stuðning og efni sem nýtist til við að gera starfsstaði og þjónustu þeirra hinseginvænni. |
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Verklok | Svið |
---|---|---|
Hverfið mitt | Viðvarandi | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Umhverfis- og skipulagssvið |
Regnbogavottun Reykjavíkur | Viðvarandi | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022-2024 | 2024 | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Inngilding, innflytjendur og uppruni | Viðvarandi | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Aðgengi og fatlað fólk | Viðvarandi | Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa |
Framboð upplýsinga á ensku | 2023 | Velferðarsvið Þjónustu- og nýsköpunarsvið |
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.