Regnbogavottun Reykjavíkur

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Allir starfsstaðir Reykjavíkurborgar geta fengið regnbogavottun. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks.

 

Framkvæmdatími

Viðvarandi verkefni.

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Á tímabilinu hafa rúmlega 40 starfstaðir hlotið Regnbogavottun, til viðbótar við þá 90 sem höfðu hlotið vottun frá upphafi verkefnisins árið 2020. Yfir 130 staðir eru þannig komnir með vottun, sem allir fá reglulega upprifjun og endurnýja aðgerðaáætlanir sínar árlega. Vorið 2025 fór í loftið gagnasaga á Gagnahlaðborði Reykjavíkur þar sem fylgjast má nánar með framvindu Regnbogavottunar þ.m.t. framboð af fræðslu, og fjölda starfsfólks borgarinnar sem fengið hefur fræðslu.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Janúar 2024 Langur biðlisti er í að komast að í Regnbogavottun Reykjavíkurborgar, um 100 starfsstaðir hafa hlotið Regnbogavottun og er svipaður fjöldi á biðlista. 1. janúar 2024 var Regnbogavottunin í pásu og hafði verið það frá haustmánuðum vegna starfsmannabreytinga og álags. Aftur var byrjað að taka staði inn af biðlista í Regnbogavottun í byrjun árs 2024.
  Júlí 2023 Unnið að regnbogavottun í starfsumhverfinu. Á árinu 2023 hafa 7 nýjir starfsstaðir fengið Regnbogavottun og eru 97 starfsstaðir Reykjavíkurborgar með slíka vottun.
  Janúar 2023   Í lok árs 2022 hafa yfir 90 starfsstaðir hlotið regnbogavottun, og eru tveir aðrir starfsstaðir í því ferli og nokkrir til viðbótar á dagskrá. Þá eru yfir 30 starfsstaðir á biðlista eftir vottun, en tæpur þriðjungur þeirra eru starfsstaðir utan Reykjavíkur sem hafa óskað eftir því að taka þátt. Vottunarferlið heldur áfram að þróast og gera skýrari og sterkari kröfur á starfsstaðina ásamt því að veita ráðgjöf, stuðning og efni sem nýtist til við að gera starfsstaði og þjónustu þeirra hinseginvænni.
  Júlí 2022 Í nóvemberbyrjun 2022 hafa 80 starfsstaðir hlotið regnbogavottun, og eru 9 aðrir starfsstaðir í því ferli. Vottunarferlið heldur áfram að þróast og gera skýrari og sterkari kröfur á starfsstaðina ásamt því að veita ráðgjöf, stuðning og efni sem nýtist til við að gera starfsstaði og þjónustu þeirra hinseginvænni.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: