Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022-2024

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Markmið áætlunarinnar er að fá yfirsýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem borgin sinnir í vinnu gegn ofbeldi. Henni er einnig ætlað að vera vegvísir og er sett fram til að tryggja að þau verkefni sem tilgreind eru séu framkvæmd. Aðgerðaáætlun Nordic Safe Cities er hluti af áætluninni.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2025

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Áætluninni er fylgt eftir af mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Flest verkefni/aðgerðir í henni eru innan þess tímaramma sem tilgreindur er.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Janúar 2024 Langur biðlisti er í að komast að í Regnbogavottun Reykjavíkurborgar, um 100 starfsstaðir hafa hlotið Regnbogavottun og er svipaður fjöldi á biðlista. 1. janúar 2024 var Regnbogavottunin í pásu og hafði verið það frá haustmánuðum vegna starfsmannabreytinga og álags. Aftur var byrjað að taka staði inn af biðlista í Regnbogavottun í byrjun árs 2024.
  Júlí 2023 Margar aðgerðir eru viðvarandi og hefur verið framfylgt á þessum árshluta má þar nefna fræðslu um ofbeldi, söfnun og birting tölfræðiupplýsinga og upplýsingagjöf um þá þjónustu sem stendur brotaþolum ofbeldis til boða. Unnin var skýrsla og tillögur að úrbótum í tengslum við stöðu heimilislauss fólks og ofbeldis og upplýsingaefni fyrir fatlað fólk hannað, prentað og dreift með heimsóknum í alla búsetukjarna.
  Janúar 2023   Aðgerðaáætlunin inniheldur 55 aðgerðir og framkvæmd þeirra innan þeirra tímamarka sem var gefinn.
  Júlí 2022 Aðgerðaráætlunin er 55 aðgerðir og framkvæmd þeirra innan þeirra tímamarka sem var gefinn.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: