Inngilding, innflytjendur og uppruni

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu starfar sérfræðingar sem sinna m.a. utanumhaldi um fjölmenningarráð, málefni innflytjenda, inngildingu og fræðslu um málaflokkinn.

 

Framkvæmdatími

Viðvarandi verkefni.

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Vefsíða Reykjavíkurborgar um fjölmenningu og inngildingu var uppfærð í desember 2023. Haldið er áfram með samstarf með hópi sérfræðinga í málefnum innflytjenda hjá Reykjavíkurborg en tilgangur með hópi er að efla samstarf og miðla þekkingu í þágu innflytjenda í Reykjavík. Reykjavíkurborg var valin sem þátttakandi í verkefnahópi sem starfar undir Steering Committee on Anti-discrimination, Diversity and Inclusion (CDADI) hjá Evrópuráði. Fræðsla um fjölmenningarfærni mun fara af stað árið 2024.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 Unnið að undirbúningi stefnumótunar í inngildingu sem tæki við að stefnumótun um málefni innflytjenda sem rann út áramótin 2022.
  Janúar 2023   Kláruð var vinna við vefsíðu Reykjavíkurborgar um fjölmenningu og inngildingu sem safnar verkefnum og upplýsingum um stöðu innflytjenda í Reykjavík síðan er nú bæði á íslensku og ensku. Síðan verður uppfærð reglulega á 6 mánaða fresti. Haldið er áfram með samstarf með hópi sérfræðinga í málefnum innflytjenda hjá Reykjavíkurborg en tilgangur með hópi er að efla samstarf og miðla þekkingu í þágu innflytjenda í Reykjavík. Eflt var samstarf við félagasamtök í málefnum innflytjenda. Setnar voru tvær ráðstefnur í málefnum innflytjenda í sambandi við Nordic Safe Cities tengslanet og Intercultural Cities.
  Júlí 2022 Haldin var ráðstefna undir nafninu "Hate, Social Inclusion and Society" í Veröld Vigdísar þar sem ýmsum fag- og hagaðilum var boðið að taka þátt. Ráðstefnan fjallaði um hatursorðræðu og inngildingu og var vel sótt.

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Verklok Svið
Hverfið mitt Viðvarandi Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa
Umhverfis- og skipulagssvið
Regnbogavottun Reykjavíkur Viðvarandi Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa
Aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022-2024 2024 Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa
Inngilding, innflytjendur og uppruni Viðvarandi Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa
Aðgengi og fatlað fólk Viðvarandi Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa
Framboð upplýsinga á ensku 2023 Velferðarsvið
Þjónustu- og nýsköpunarsvið