Aðgengi og fatlað fólk
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu starfar sérfræðingur sem sinnir m.a. utanumhaldi um aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Aðgengisfulltrúi hefur störf hjá Reykjavíkurborg í byrjun árs 2024 og starfar m.a. að verkefnum nefndarinnar. Unnið að aðgerðum til að sporna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki í tengslum við verkefnið Saman gegn ofbeldi.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Aðgengisfulltrúi hóf störf á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, og hjá umhverfis- og skipulagssviði, árið 2024. Einnig er starfandi starfsmaður samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks innan mannréttindaráðs Reykjavíkur en það er komið í stað aðgengis- og samráðsnefndar, breytingin varð við meirihlutaskipti 2025. Viðkomandi starfsmaður sinnir margvísulegum verkefnum sem tengjast málefnum fatlaðs fólks á skrifstofunni.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Janúar 2024 | Sbr 3. kafla aðgengisstefnu var útbúinn var gátlisti um aðgengi þegar skipulagðir eru viðburðir á vegum borgarinnar. Aðgengisstefna Reykjavíkur er aðgengileg á undirsíðu á vef borgarinnar. Innleiðing stefnunnar hefur tafist en unnið er að ráðningu aðgengisfulltrúa sem mun hefja störf í byrjun árs 2024. | |
| Júlí 2023 | Staða aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar verður auglýst í september 2023. | |
| Janúar 2023 | Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í maí 2022. Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks skipuð borgarfulltrúum og fulltrúum hagsmunasamtaka fundar reglulega og vinnur að tengdum aðgerðum úr aðgerðaáætlun stefnunnar. Aðgerðir hafa verið kortlagðar fyrir árið 2023 og unnið er að framkvæmd þeirra. | |
| Júlí 2022 | Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í maí 2022. Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks skipuð borgarfulltrúum og fulltrúum hagsmunasamtaka fundar reglulega og vinnur að tengdum aðgerðum úr aðgerðaáætlun stefnunnar. Aðgerðir hafa verið kortlagðar fyrir árið 2023 og unnið er að framkvæmd þeirra. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Aðgerðir
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sýna rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.