Saman gegn ofbeldi | Reykjavíkurborg

Saman gegn ofbeldi

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti vorið 2014 að fara í átak gegn heimilisofbeldi í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Kvennaathvarfið og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu taka einnig þátt í verkefninu. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma í því skyni að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi. 

Ef þú býrð við ofbeldi eða hefur orðið fyrir ofbeldi getur þú fengið aðstoð. Hér má finna upplýsingar um aðstoð fyrir brotaþola. Hér má finna upplýsingar fyrir brotaþola á auðskildu máli.

Gerendur geta einnig leitað sér aðstoðar. Hér má finna upplýsingar um aðstoð fyrir gerendur.

Tölulegar upplýsingar um útköll/tilkynningar vegna heimilisofbeldis í Reykjavík
Skýrslur og tengt efni um heimilisofbeldi sem Saman gegn ofbeldi hefur látið vinna um fatlað fólk, innflytjendur og hinsegin fólk
Bæklingar um heimilisofbeldi, fyrir gerendur, brotaþola og fagfólk
 
Vinnustaðir geta fengið fræðslu um fatlað fólk og heimilisofbeldi.
Vinsamlegast hafið samband við Tómas Inga Adolfsson vegna fræðslunnar.
 
Vinnustaðir geta fengið fræðslu um hinsegin fólk og heimilisofbeldi.gay_0.gif
Vinsamlegast hafið samband við Svandísi Önnu Sigurðardóttur vegna fræðslunnar.                           
 
Formaður stýrihóps verkefnisins Saman gegn ofbeldi er Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Netfang: anna.kristinsdottir@reykjavik.is
 
Verkefnisstjóri verkefnisins Saman gegn ofbeldi er Halldóra Gunnarsdóttir, mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Netfang: halldora.gunnarsdottir@reykjavik.is
 
 

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 0 =