Saman gegn ofbeldi

Teikning af konu vökva plöntu sem maður var að gróðursetja.

Saman gegn ofbeldi er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfsins,  Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samstarfsins er að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi.

Aðstoð fyrir brotaþola

Öll eiga rétt á aðstoð og ofbeldi er aldrei brotaþola að kenna.

Ef þú býrð við ofbeldi eða hefur orðið fyrir ofbeldi, eða ef þú þekkir til einhvers sem er í þeim aðstæðum eru ýmis úrræði í boði.

Þú getur alltaf hringt í 112, og þú getur líka fengið aðstoð hjá ýmsum grasrótarsamtökum eða félagsþjónustunni.

Aðstoð fyrir gerendur

Heimilisfriður, meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum, býður gerendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð. Þjónustan sem Heimilisfriður er niðurgreidd af ríkinu. 

Öll sem leita til Heimilisfriðar byrja í einstaklingsviðtölum.

Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja.

Ofbeldi. Hvar get ég leitað hjálpar? (Auðlesinn texti)

Ofbeldi getur verið:

Líkamlegt ofbeldi. Til dæmis:

  • kýla
  • slá
  • sparka

Andlegt ofbeldi. Til dæmis:

  • hóta
  • skamma
  • ógna
  • niðurlægja
  • stjórna 

Kynferðislegt ofbeldi. Til dæmis:

  • nauðgun
  • kynferðisleg áreitni

Kynferðisleg áreitni er til dæmis snerting sem þú vilt ekki.

Þú getur alltaf hringt í 112

Teikning af manneskjum þar sem önnur er að hugga hina

Beiðni um skilnað hjá Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu

Sýslumaður mun eiga viðtal við aðila máls vegna erindis um skilnað. Í viðtalinu, sem er við lögfræðing, staðfestir aðili beiðni sína og eru veittar upplýsingar um réttaráhrif skilnaðar og þeirra samninga sem gerðir eru um forsjá, lögheimili og meðlag/framfærslu, sem og um tiltæk úrræði ef ágreiningur kemur upp, þ.m.t. um sáttameðferð. Í viðtalinu er fjárskiptasamningur staðfestur ef við á. Viðtalið fer fram á skrifstofu sýslumanns en getur líka verið rafrænt í síma eða myndsíma. Hægt er að óska eftir því að vera ein/einn í viðtalinu.

Teikning af sex manneskjum.

Hvað er ofbeldi?

Heimilisofbeldi getur verið af ýmsum toga. Hér eru myndbönd sem varpa ljósi á heimilisofbeldi út frá ýmsum hliðum.

Hér á eftir eru upplýsingar um helstu birtingarmyndir þess.

  • Líkamlegt ofbeldi: T.d. kýla, slá, sparka, hrinda.
  • Andlegt ofbeldi: T.d. hóta, skamma, ógna, niðurlægja, stjórna.
  • Kynferðisleg misnotkun: T.d. nauðgun eða kynferðisleg áreitni. Þegar fatlað fólk á í hlut á þetta einnig við athafnir sem fatlaður einstaklingur hefur ekki samþykkt/gæti ekki samþykkt vegna skerðingar eða var þvingaður til að samþykkja.
  • Fjárhagsleg misnotkun: Fjármunum haldið frá fólki/notaðir í ósamræmi við vilja einstaklings.
  • Efnisleg misnotkun: Eignaréttur ekki virtur, hlutir eyðilagðir.
  • Vanræksla: Aðstoð haldið frá viðkomandi, lyfjagjöf ekki sinnt sem skyldi o.fl.
  • Elta eða hóta: Að elta manneskju og sitja fyrir henni gegn vilja hennar - eltihrellir. Hótanir um að birta á netinu nektarmyndir – hrelliklám.
  • Ofbeldi sem felur í sér mismunun: Ofbeldi og áreitni sem beinist t.d. að uppruna, kyni, kynþætti, kynhneigð, kynvitund, skerðingu eða annarri stöðu viðkomandi.
  • Stafrænt ofbeldi: Þegar tækni s.s. sími, tölvupóstur eða samfélagsmiðlar er notuð til að beita ofbeldi. Þetta getur verið að senda stöðugt skilaboð í síma, birta nektarmyndir af viðkomandi í hennar/hans óþökk eða ef gerandi sendir óumbeðnar nektarmyndir af sér.
  • Heiðurstengt ofbeldi: Ofbeldi sem er framkvæmt í nafni „heiðurs“.
  • Þvingað hjónaband: Hjónaband sem annar eða báðir aðilar eru þvingaðir til að ganga í.
  • Limlesting á kynfærum kvenna: Fjarlægja kynfæri stúlkubarns eða konu að hluta eða öllu leyti.
Teikning af bekk og ruslatunnu á staur.

Starfsfólk og ofbeldi

Hér eru upplýsingar fyrir starfsfólk sem býr við heimilisofbeldi, hægt er að skoða hvaða aðstoð má fá hjá vinnuveitanda. Einnig eru leiðbeiningar fyrir samstarfsfólk, hvernig er best að bregðast við ef það verður þess vart að samstarfsmanneskja býr við ofbeldi.

á myndinni sjást hendur í bláum og gulum vinnuhönskum að gróðursetja græðling. Til hliðar stendur rauð skófla.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Halldóru Dýrleifar Gunnarsdóttur, verkefnastýru Saman gegn ofbeldis ef þú vilt vita meira.

Mannréttindaskrifstofa

Ráðhúsi Reykjavíkur

Tjarnargata 11, 101 Reykjavík