Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar 2022-2030

Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar ásamt aðgerðaáætlun var samþykkt í borgarstjórn 3. maí 2022

Um aðgengisstefnuna

Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar er heildstæð stefna um aðgengismál í víðum skilningi. Hún byggir á hugmyndafræði um algilda hönnun, bæði hvað varðar aðgengi að byggingum og borgarrýmum auk aðgengis að upplýsingum, þjónustu og stuðningi.

Áherslur aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar

Húsnæði með starfsemi á vegum Reykjavíkurborgar sé aðgengilegt öllum

 • Við nýbyggingar og allar framkvæmdir skal tryggja aðgengi fyrir öll á grunni algildrar hönnunar.
 • Bæta skal aðgengi að eldra húsnæði sem borgin á eða leigir undir starfsemi sína með skipulögðum hætti.
 • Merkingar og upplýsingagjöf um aðgengi innan húsnæðis á vegum borgarinnar sé skýr fyrir þá sem þangað sækja.
 • Upplýsingar um aðgengi að mannvirkjum Reykjavíkurborgar verði bættar og miðlað á skipulagðan hátt.
 • Starfsfólk Reykjavíkurborgar fái viðeigandi fræðslu til að geta veitt íbúum þjónustu óháð aðgengisþörfum þeirra.

Borgarland styðji við fjölbreyttar þarfir og allir íbúar komist leiðar sinnar óháð samgöngumáta

 • Fólk með ólíka færni og fötlun geti komist leiðar sinnar án þess að þörf sé fyrir sérlausnir.
 • Almenningssamgöngur og aðkoma að þeim mæti þörfum hópa með ólíka færni og fötlun.
 • Einkaaðilar verði hvattir til að gæta að umhverfi og aðgengi til að mæta fjölbreyttum þörfum ólíkra hópa.
 • Aðgengi fyrir öll á framkvæmdasvæðum verði tryggt með römpum og góðri upplýsingagjöf.
 • Bílastæði fyrir notendur stæðiskorta hreyfihamlaðs fólks (P-merkja) séu þekkt, sýnileg og aðgengileg

Þjónusta og viðburðir á vegum borgarinnar mæti þörfum ólíkra hópa

 • Upplýsingagjöf á vefsíðum Reykjavíkurborgar uppfylli alþjóðlega staðla og viðmið um aðgengi, þ.á m. vefaðgengistilskipun ESB.
 • Upplýsingar um þjónustu séu aðgengilegar og einfaldar.
 • Ætíð sé gætt að aðgengi á skipulögðum viðburðum á vegum borgarinnar og stuðningur sé til staðar.
 • Aðferðafræði notendamiðaðrar hönnunar sé beitt við umbreytingu á þjónustu og aðgengi allra tryggt að stafrænni þjónustu.
 • Starfsfólk Reykjavíkurborgar sé upplýst og meðvitað um fjölbreyttar aðgengis og stuðningsþarfir íbúa.

Tilgangur stefnunnar

Markmið aðgengisstefnunnar er að Reykjavíkurborg sé aðgengileg borg fyrir alla íbúa.

 

Reykjavíkurborg sé líka aðgengileg öllum sem hana heimsækja óháð aðgengisþörfum. 

 

Aðgerðaáætlun stefnunnar er í gildi til ársloka 2024 en þá verður hún endurskoðuð. 

 

 

Leiðarljós aðgengisstefnunnar

 1. Að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræði um sjálfstætt líf og algilda hönnun
 2. Að einfalt sé fyrir borgarbúa að afla upplýsinga um rétt sinn til þjónustu
 3. Að borgin eigi frumkvæði að því að bjóða fólki þá þjónustu sem það á rétt á
 4. Að fólk upplifi öryggi og þægilegt aðgengi í mannvirkjum og innan bogarlandsins
 5. Að viðburði borgarinnar séu fyrir öll og mæti fjölbreyttum þörfum
 6. Að umhverfi og þjónusta geri ráð fyrir fjölbreyttri færni og ólíkum einstaklingum en meginregla í allri þjónustu og umhverfi borgarinnar sé ein leið fyrir öll 
 7. Að allir borgarbúar hafi jafnan rétt til þátttöku og upplifi sig sem hluta af samfélaginu
 8. Að allir íbúar fái nauðsynlegan stuðning til að geta sótt og nýtt þjónustu 
 9. Að haft sé samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök varðandi öll málefni sem varða hagsmuni þess

Hafa samband

Aðgengisfulltrúi Reykjavíkur er Bragi Bergsson. Hafirðu spurningar eða ábendingar tengdar aðgengi, sendu tölvupóst á

bragi.bergsson@reykjavik.is

 

Hafirðu spurningar eða athugasemdir um aðgengisstefnuna, sendu tölvupóst á

adgengi@reykjavik.is