Rask á opnunartímum Árbæjarlaugar og Vesturbæjarlaugar

Framkvæmdir Íþróttir og útivist

Ragnar Th. Sigurðsson
Manneskja syndir á sundbraut í óskilgreindri sundlaug. Laugin upplýst svo líklega dimmt úti. Manneskjan efst til vinstri á myndfleti.

Loka þarf Árbæjarlaug á föstudaginn, 20. desember, vegna viðhalds. Þá er rask á opnunartíma í Vesturbæjarlaug vegna niðurrifs á saunaklefum. Að öðru leyti gildir auglýstur opnunartími sundlauganna og starfsfólk og sundgestir komin í hátíðarskap.

Nýlega hófst fyrsti fasi í viðhaldi á loftum í klefum í Árbæjarlaug. Til stóð að byrja á niðurrifi í karlaklefa og hólfa þá klefann niður svo gestir gætu áfram sótt laugina en því miður reyndist ómögulegt að rífa niður loft í klefum með gesti á svæðinu og því þarf að loka sundlauginni á meðan á verkinu stendur. Lokun að þessu sinni stendur aðeins þennan eina dag og verður laugin opnuð aftur á laugardagsmorguninn, 21. desember.

Loftmynd af Árbæjarlaug að sumri til

Í Vesturbæjarlaug stendur yfir niðurrif á saunaklefum, sem hefur áhrif á opnunartíma laugarinnar. Opnunartímar Vesturbæjarlaugar á næstunni eru eftirfarandi:

18. des. opið 6:30-8:30, lokað 8:30-17:30, opið 17:30-22:00
19. des. opið 6:30-8:30, lokað 8:30-17:30, opið 17:30-22:00
20. des. opið 6:30-8:30, lokað 8:30-17:30, opið 17:30-22:00
21. des. opið 9-21 (hefðbundin opnun)
22.des. opið 9-21 (hefðbundin opnun)
23.des. opið 6:30-18 (Þorláksmessa)
24.des. opið 6:30-12 (Aðfangadagur)
25.des. lokað (Jóladagur)
26.des. opið 11-17 (Annar í jólum)
27.des. opið 6:30-8:30, lokað 8:30-17:30, opið 17:30-22
28. des. opið 9-21 (hefðbundin opnun)
29.des. opið 9-21 (hefðbundin opnun)
30.des. opið 6:30-8:30, lokað 8:30-17:30, opið 17:30-22
31.des. opið 6:30-12 (Gamlársdagur)
1.jan. opið 13-17 (Nýársdagur)

Mögulegt er að framkvæmdirnar hafi í för með sér rask áfram eftir áramótin og upplýsingar má ávallt nálgast á Fésbókarsíðum lauganna:
Vesturbæjarlaug.
Árbæjarlaug.

Beðist er afsökunar á raskinu og gestum jafnframt þakkaður skilningur.

Jólahátíðin er framundan og ómissandi í huga margra að sækja sundlaugarnar yfir hátíðarnar. Borgin rekur átta sundlaugar og hér að neðan má finna upplýsingar um laugarnar, almennan opnunartíma þeirra og opnunartíma yfir hátíðirnar.

Upplýsingar um sundlaugar Reykjavíkur.

Opnunartími sundlauga Reykjavíkur um hátíðarnar.

Loftmynd af Vesturbæjarlaug að sumri til