Loka þarf Árbæjarlaug á föstudaginn, 20. desember, vegna viðhalds. Þá er rask á opnunartíma í Vesturbæjarlaug vegna niðurrifs á saunaklefum. Að öðru leyti gildir auglýstur opnunartími sundlauganna og starfsfólk og sundgestir komin í hátíðarskap.
Nýlega hófst fyrsti fasi í viðhaldi á loftum í klefum í Árbæjarlaug. Til stóð að byrja á niðurrifi í karlaklefa og hólfa þá klefann niður svo gestir gætu áfram sótt laugina en því miður reyndist ómögulegt að rífa niður loft í klefum með gesti á svæðinu og því þarf að loka sundlauginni á meðan á verkinu stendur. Lokun að þessu sinni stendur aðeins þennan eina dag og verður laugin opnuð aftur á laugardagsmorguninn, 21. desember.
Í Vesturbæjarlaug stendur yfir niðurrif á saunaklefum, sem hefur áhrif á opnunartíma laugarinnar. Opnunartímar Vesturbæjarlaugar á næstunni eru eftirfarandi:
18. des. opið 6:30-8:30, lokað 8:30-17:30, opið 17:30-22:00
19. des. opið 6:30-8:30, lokað 8:30-17:30, opið 17:30-22:00
20. des. opið 6:30-8:30, lokað 8:30-17:30, opið 17:30-22:00
21. des. opið 9-21 (hefðbundin opnun)
22.des. opið 9-21 (hefðbundin opnun)
23.des. opið 6:30-18 (Þorláksmessa)
24.des. opið 6:30-12 (Aðfangadagur)
25.des. lokað (Jóladagur)
26.des. opið 11-17 (Annar í jólum)
27.des. opið 6:30-8:30, lokað 8:30-17:30, opið 17:30-22
28. des. opið 9-21 (hefðbundin opnun)
29.des. opið 9-21 (hefðbundin opnun)
30.des. opið 6:30-8:30, lokað 8:30-17:30, opið 17:30-22
31.des. opið 6:30-12 (Gamlársdagur)
1.jan. opið 13-17 (Nýársdagur)
Mögulegt er að framkvæmdirnar hafi í för með sér rask áfram eftir áramótin og upplýsingar má ávallt nálgast á Fésbókarsíðum lauganna:
Vesturbæjarlaug.
Árbæjarlaug.
Beðist er afsökunar á raskinu og gestum jafnframt þakkaður skilningur.
Jólahátíðin er framundan og ómissandi í huga margra að sækja sundlaugarnar yfir hátíðarnar. Borgin rekur átta sundlaugar og hér að neðan má finna upplýsingar um laugarnar, almennan opnunartíma þeirra og opnunartíma yfir hátíðirnar.