Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Viðtalstími
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er með viðtalstíma annan þriðjudag í hverjum mánuði milli kl. 13 og 14. Viðtöl má panta í s. 411-4701. Viðtölin fara fram á Tjarnargötu 12, 1. hæð.
Helstu störf og verkefni
2014-2018 Heilsugæslusálfræðingur í Mjódd, 50% starfshlutfall, leyfi frá störfum vegna vinnu á sviði stjórnmála
2016- Sálfræðiþjónusta fyrir hælisleitendur á göngudeild sóttvarna
2012-2018 Formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi
2008- Stundakennari í Ökuskólanum í Mjódd á námskeiðum vegna akstursbanns og sviptingar bráðabirgðaskírteinis ungra ökumanna. Fjallað er m.a. um áfengis- og vímuefnavanda, áhættufíkn, ábyrgð og ákvarðanatöku
1993- Rekstur sálfræðistofu í Álfabakka 12
Fyrri störf, verkefni og nefndarsetur
2006-2016 Skólasálfræðingur í Áslandsskóla
2011 Skólasálfræðingur í Hraunvallaskóla, afleysingar
2012-2013 Skólasálfræðingur í Stóru-Vogaskóla
2008-2010 Þáttastjórnandi þáttanna Í nærveru sálar á sjónvarpsstöðinni ÍNN, viðtalsþættir um ýmis sálfræðileg málefni
2005-2006 Umræður um ýmis sálfræðileg málefni í morgunþáttum Stöðvar 2
2007-2009 Varaformaður í stjórn íbúasamtakanna Betra Breiðholt
2003-2007 Seta í stjórn Bandalags háskólamanna
2005-2007 Verktaki hjá Kópavogsbæ, sálfræðingur barnaverndarmála
1998-2005 Sálfræðingur barnaverndarmála hjá Kópavogsbæ
1999-2001 Forsvarsmaður Vensla, fjölskylduráðgjafar Kópavogs en Vensl var undirstofnun Félagsþjónustu Kópavogs
2001-2002 Seta í Eineltisnefnd Bandalags háskólamanna veturinn
1999-2002 Ráðgjafi í stjórn Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi (SSÍ) í samningamálum
1997-1999 Formaður Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi
1994-1997 Meðstjórnandi Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi
1994-1999 Yfirsálfræðingur og deildarstjóri á Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga/Stuðlar
1993-1994 Kennari í sálfræði fyrir 3. árs nemendur við Fósturskóla Íslands 1993-1994
1992-1995, 1997, 1999 og 2002 Stundakennari í áfanganum Áfengis- og vímuefnamál við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands
1992 og 1994 Stundakennari í áfanganum Ofbeldi í fjölskyldum við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands
1991-1993 Sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins
1993-1994 Kennari í félagssálfræði við Menntaskólann í Hamrahlíð, öldungadeild
1991-1992 Námsráðgjafi Í Menntaskólanum í Hamrahlíð veturinn 1991-1992
1992 Stundakennari við Fangavarðaskóla ríkisins haustið 1992
1987-1988 Ráðgjafi í starfsnámi hjá Woman‘s Center of Providence (Kvennaathvarf) í Rhode Island. 50% starfshlutfall.
1988-1989 Starfsmaður í sumarafleysingum hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, fjölskyldudeild
1985 og 1987 Starfsmaður í sumarafleysingum í Lögfræðideild Útvegsbanka Íslands
1983-1985 Gjaldkeri hjá Auglýsingaþjónustunni h/f samhliða BA námi í H.Í.
1980-1983 Kennari (leiðbeinandi) við Grunnskóla Stokkseyrar
Nám
1996 Sérnám í félagssálfræði unglinga (Social Psychology of Adolescence) við Rhode Island College í Bandaríkjunum (240 stundir, maí og júní 1996)
1993 Kennsluréttindi: uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda á grunn- og framhaldsskólastigi frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, 30 einingar, lokið í maí 1993
1988-1991 Master of Arts (MA gráða) í sálfræði. Svið: félags- og persónuleikasálfræði frá Sálfræðideild Rhode Island College, (Department of Psychology), Rhode Island fylki í Bandaríkjunum
1986-1988 Master of Arts (MA gráða) í sálfræðilegri ráðgjöf og námssálarfræði frá Rhode Island College, (Department of Counseling and Educational Psychology), Rhode Island fylki í Bandaríkjunum
1986 B.A. próf frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands
1980 Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands