Umhverfis- og heilbrigðisráð starfaði 2018–2022

Umhverfis- og heilbrigðisráð var starfandi kjörtímabilið 2018-2022. Við verkefnum ráðsins tóku heilbrigðisnefnd annars vegar og umhverfis- og skipulagsráð hins vegar.

Umhverfis- og heilbrigðisráð starfar í umboði borgarráðs í verkefnum náttúruverndarnefndar skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, sbr. einnig reglugerð um náttúruvernd nr. 205/1973 með síðari breytingum auk verkefna er lúta að lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Umhverfis- og heilbrigðisráð fer með verkefni heilbrigðisnefnda samkvæmt II. kafla laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Þá fer umhverfis- og heilbrigðisráð með málefni Vinnuskóla Reykjavíkur.

Umhverfis- og heilbrigðisráð afgreiðir, án staðfestingar borgarráðs, verkefni samkvæmt viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019, í samræmi við heimildir í 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Umhverfis- og heilbrigðisráð  mótar stefnu í umhverfis- og náttúruverndarmálum, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til borgarráðs um mál sem varða verksvið þess, þ.m.t. verkefni heilbrigðisnefndar. Jafnframt hefur ráðið eftirlit með rekstri umhverfis- og skipulagssviðs og að samþykktum og stefnumörkun á verksviði ráðsins sé fylgt. Þá fer ráðið með önnur þau verkefni sem borgarráð ákveður. Umhverfis- og skipulagssvið annast framkvæmd stefnu og verkefna ráðsins og samskipti við aðrar stofnanir borgarinnar, þó með þeim takmörkunum að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur annast framkvæmd stefnu og verkefna heilbrigðisnefndar og samskipti við aðrar stofnanir borgarinnar vegna þess.

Í umhverfis- og heilbrigðisráði sitja sjö fulltrúar kjörnir af borgarstjórn til eins árs í senn og jafnmargir til vara. Flokkur sem fulltrúa á í borgarstjórn, en ekki í borgarráði, má tilnefna borgarfulltrúa til að sitja fundi borgarráðs með málfrelsi og tillögurétt.