Skipulagsfulltrúi | Reykjavíkurborg

Skipulagsfulltrúi

Embætti skipulagsfulltrúans í Reykjavík starfar á grundvelli skipulagslaga, skipulagsreglugerðar og samþykkt borgarstjórnar um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa svo og öðrum lögum, reglugerðum og samþykktum er varða skipulagsmál í Reykjavík. Hlutverk skipulagsfulltrúa er að veita borgarbúum, borgarfulltrúum, ráðgjöfum, hönnuðum og verktökum upplýsingar og ráðgjöf um skipulagsmál.  Skipulagsfulltrúi fer með málsmeðferð skipulagsmála og starfar í umboði sveitarstjórnar.

 

Skipulagsfulltrúi fer með málsmeðferð skipulagsmála og starfar í umboði sveitarstjórnar.
Skrifstofa skipulagsfulltrúa er í Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík.
Sími: 4 11 11 11
Netfang: skipulag@reykjavik.is
Skipulagsfulltrúi er Björn Axelsson.
 

Verksvið skipulagsfulltrúa

 • Er faglegur ráðgjafi á fundum umhverfis- og skipulagsráðs með málfrelsi og tillögurétt
 • Tekur á móti erindum og heldur utan um fundarboð og fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs
 • Vinnur skipulagsáætlanir og stýrir vinnu skipulagsráðgjafa
 • Veitir umsagnir um hvort ýmsar leyfisumsóknir séu í samræmi við skipulag
 • Hefur yfirsýn yfir lög og reglugerðir sem varða skipulagsmál
 • Tryggir rétta málsmeðferð skipulagsmála
 • Annast samráð við opinbera umsagnaraðila skv. ákvæðum laga og reglugerða
 • Annast samráð við almenning og aðra hagsmunaaðila
 • Annast kynningar, kynningarfundi og auglýsingar á lýsingum og skipulagstillögum
 • Annast grenndarkynningar, vegna breytinga á deiliskipulagi og leyfisumsókna
 • Sér um samráð við og sendir skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar
 • Leiðbeinir og svarar fyrirspurnum um skipulagsmál
 • Yfirfer ábendingar og athugasemdir sem berast við lýsingar og skipulagstillögur og gerir tillögur um viðbrögð
 • Sér um að skipulagsgögn séu tryggilega varðveitt og skráð
 • Sendir auglýsingu um skipulagsmál í B -deild Stjórnartíðinda
Yfirferð skipulagsgagna:
 • Efni, gæði, form og umhverfisáhrif
 • Samræmi við mat á umhverfisáhrifum liggi það fyrir um framkvæmd á skipulagssvæðinu
 • Gætir þess að skipulagsnefnd hafi aðgang að öllum gögnum varðandi málið

Framkvæmdaleyfi:

 • Gefur út framkvæmdaleyfi að lokinni í samræmi við samþykkt um afgreiðslur skipulagsfulltrúa
 • Hefur eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum
 • Samræmi við leyfi
 • Samræmi við skipulag
 • Gildistíma leyfa
 • Stöðvar framkvæmdir sem eru án leyfis eða í ósamræmi við leyfi eða skipulag eftir atvikum
 
Starfsmenn
Starfsmenn skipulagsfulltrúa eru með menntun og reynslu í skipulagsfræðum, arkitektúr og landslagsarkitektúr. Hægt er að óska eftir viðtali við starfsmenn skipulagsfulltrúa í gegnum Þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11. Netföng starfsmanna er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar. Eftirtaldir starfsmenn starfa hjá embætti skipulagsfulltrúa: Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi, Ágústa Sveinbjörnsdóttir; Björn Ingi Edvardsson; Borghildur Sturludóttir; Lilja Grétarsdóttir; Margrét Þormar; Guðlaug Erna Jónsdóttir; Hildur Gunnarsdóttir; Halldóra Hrólfsdóttir; Jón Kjartan Ágústsson; Ævar Harðarson; Ingvar Jón Bates Gíslason.
 
Borgarsýn
Borgarsýn er kynningarrit um umhverfis- og skipulagsmál sem embætti skipulagsfulltrúa stendur fyrir. Tilgangurinn með útgáfunni er fyrst og fremst að upplýsa borgarbúa um þau verkefni sem eru efst á baugi skipulagsmála hverju sinni. Skipulagsyfirvöld vonast til þess að Borgarsýn upplýsi borgarbúa um áherslur varðandi þróun og ásýnd borgarinnar hverju sinni enda viðfangsefni sem kemur öllum við.
 
Ábendingar/eða athugasemdir
Ábendingum og athugasemdum skal skila til umhverfis- og skipulagssviðs á netfangið skipulag@reykjavik.is.
 
Lög og reglugerðir

 

Skipulagslög nr. 123/2010

Lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000

 
 
 
 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 0 =