Skipulagsfulltrúi

Teikning af fjórum turnum samsettum úr spaghettí.

Hlutverk skipulagsfulltrúa er að veita borgarbúum, borgarfulltrúum, ráðgjöfum, hönnuðum og verktökum upplýsingar og ráðgjöf um skipulagsmál. Skipulagsfulltrúi fer með málsmeðferð skipulagsmála og starfar í umboði sveitarstjórnar.

Ferli umsókna og fyrirspurna til skipulagsfulltrúa

Fyrirspurnir og umsóknir eru lagðar fyrir á vikulegum afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þegar afgreiðslugjald hefur verið greitt.

Embættið

Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík starfar á grundvelli skipulagslaga, skipulagsreglugerðar og samþykkt borgarstjórnar um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa svo og öðrum lögum, reglugerðum og samþykktum er varða skipulagsmál í Reykjavík.

Verksvið skipulagsfulltrúa

  • Ábyrgur fyrir stjórnsýslu og málsmeðferð skipulagsmála í Reykjavík
  • Tryggir rétta málsmeðferð skipulagsmála
  • Tekur á móti erindum er varðar skipulag borgarinnar
  • Leiðbeinir og svarar fyrirspurnum um skipulagsmál
  • Er með fasta setu og er faglegur ráðgjafi á fundum umhverfis- og skipulagsráðs með málfrelsi og tillögurétt
  • Ábyrgur fyrir undirbúningi og gerð skipulagsáætlana á vegum borgarinnar og stýrir vinnu skipulagsráðgjafa
  • Veitir umsagnir um hvort ýmsar leyfisumsóknir séu í samræmi við skipulag
  • Annast samráð við opinbera umsagnaraðila skv. ákvæðum laga og reglugerða
  • Annast samráð við almenning og aðra hagsmunaaðila skv. ákvæðum laga og reglugerða
  • Annast kynningar, kynningarfundi og auglýsingar á lýsingum og skipulagstillögum
  • Annast grenndarkynningar vegna breytinga á deiliskipulagi og leyfisumsókna
  • Yfirfer ábendingar og athugasemdir sem berast við lýsingar og skipulagstillögur og gerir tillögur um viðbrögð
  • Sér um samráð við og sendir skipulagsgögn til Skipulagsstofnunar
  • Sér um að skipulagsgögn séu tryggilega varðveitt og skráð
  • Sendir auglýsingu um skipulagsmál í B-deild Stjórnartíðinda

Yfirferð skipulagsgagna

  • Efni, gæði, form og umhverfisáhrif
  • Samræmi við mat á umhverfisáhrifum liggi það fyrir um framkvæmd á skipulagssvæðinu
  • Gætir þess að skipulagsnefnd hafi aðgang að öllum gögnum varðandi málið

Framkvæmdaleyfi

  • Gefur út framkvæmdaleyfi fyrir meiriháttar framkvæmdum sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku innan borgarmarkanna, í samræmi við samþykkt um afgreiðslur skipulagsfulltrúa
  • Hefur eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum s.s. hvort framkvæmdin sé í samræmi við leyfi og í samræmi við skipulag ásamt gildistíma leyfa
  • Stöðvar framkvæmdir sem eru án leyfis eða í ósamræmi við leyfi eða skipulag eftir atvikum

Starfsfólk

Starfsfólk skipulagsfulltrúa hefur menntun og reynslu í skipulagsfræðum, arkitektúr og landslagsarkitektúr. Hægt er að óska eftir viðtali við starfsfólk skipulagsfulltrúa í gegnum Þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111.

Eftirtalin starfa hjá embætti skipulagsfulltrúa:

Borgarsýn

Borgarsýn er kynningarrit um umhverfis- og skipulagsmál sem embætti skipulagsfulltrúa stendur fyrir. Tilgangurinn með útgáfunni er fyrst og fremst að upplýsa borgarbúa um þau verkefni sem eru efst á baugi skipulagsmála hverju sinni. Skipulagsyfirvöld vonast til þess að Borgarsýn upplýsi borgarbúa um áherslur varðandi þróun og ásýnd borgarinnar hverju sinni enda viðfangsefni sem kemur öllum við.

Fundargerðir

 

Ábendingar eða athugasemdir

Skipulagsfulltrúi fer með málsmeðferð skipulagsmála og starfar í umboði sveitarstjórnar.

  • Skrifstofa skipulagsfulltrúa er í Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík.

  • Sími: 411 1111

  • Netfang: skipulag@reykjavik.is

  • Skipulagsfulltrúi er Björn Axelsson.

Ábendingum og athugasemdum skal skila til umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, á netfangið skipulag@reykjavik.is.