Hinsegin málefni

Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar kemur fram að óheimilt er að mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða kyneinkenna. Ekki skal ganga út frá því að allt fólk sé gagnkynhneigt og sís, meðal starfsfólks, þjónustuþega, í uppeldis- og tómstundastarfi, menntunar og menningarstarfi. Í aðgerðaráætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019-2023 má sjá verkefni sem varða hinsegin málefni.

Regnbogavottun Reykjavíkurborgar

Allir starfsstaðir Reykjavíkurborgar geta fengið regnbogavottun. Til þess að fá vottunina þarf starfsfólk að taka þátt í fræðslu um hinsegin málefni og rýna þjónustuna sem veitt er á starfsstaðnum. Að auki þarf að útbúa aðgerðaráætlun í þeim tilgangi að gera starfsstaðinn hinseginvænni.

Trans börn og skólar

Trans börn koma nú út bæði yngri og í meira mæli en áður og eru skólar sífellt að reka sig á það að vera ekki undir það búnir. Á þessari síðu hafa verið teknar saman upplýsingar um trans börn ásamt tvenns konar gátlistum, annars vegar fyrir skóla þar sem barn hefur nýlega komið út sem trans eða er að hefja nám við skólann, og hins vegar fyrir skóla sem vilja verða 'trans-vænir' óháð því hvort að þar séu trans nemendur. Einnig hefur verið útbúin stuðningsáætlun fyrir trans nemendur.

Hinsegin börn og skólar

Það eru hinsegin börn í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur börn. Hinsegin börn eiga það þó sameiginlegt að falla út fyrir það sem telst normið hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund. Á þessari síðu má finna efni á borð við gátlista, skilgreiningar og um hinsegin fjölskyldur meðal annars.

Útgefið efni

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar.

Hægt er að hafa samband við Þórhildi Elínardóttur Magnúsdóttur, sérfræðing skrifstofunnar í málefnum hinsegin fólks til að bóka fræðslu eða fá frekari upplýsingar: thorhildur.elinard.magnusdottir@reykjavik.is