Hinsegin fræðsluefni

""

Á þessari síðu má finna alls konar efni á borð við bækur, greinar, myndbönd og litablöð sem tengjast hinseginleikanum með einum eða öðrum hætti. Hægt er að nýta efnið í kennslu, frístundastarfi, til að afla sér upplýsinga og margt fleira. Gott er að nýta barnaefnið sem kveikjur og taka í framhaldinu umræður um það. Listinn er reglulega uppfærður.

Einnig má skoða skýrslu um kennsluefni fyrir kynja- og hinseginfræði frá 2021, en í henni er efnið flokkað eftir kennslustigi. 

Hinsegin fræðsluefni

A Plan for Pops eftir Heather Smith (bók á Borgarbókasafni þar sem samkynhneigðir afar koma fyrir, á ensku, hentar elstu leikskólabörnum og yngstu grunnskólabörnum)

Að styðja intersex barn leiðarvísir fyrir foreldra. Tekinn saman af IGLYO, OII Europe og EPA (bæklingur á íslensku, pdf)

Alls konar fjölskyldur útprent eftir Elise Gravel. Fyrir börn á leikskólastigi og yngsta stigi grunnskóla. Nýtist vel til að fjalla um fjölbreyttar fjölskyldur og geta börn teiknað sína eigin fjölskyldu á blaðið

And Tango Makes Three eftir Justin Richardson og Peter Parnell (bók á ensku á þar sem samkynja mörgæsa par ættleiðir mörgæs, hentar leikskólabörnum)

Are You a Boy or a Girl? eftir Sarah Savage og Fox Fisher (bók á ensku sem fjallar um fjölbreytileika kyns, hentar börnum í leikskóla og yngstu stigum grunnskóla)

Assigned Male (vefsíða á ensku með teiknimyndasögum um trans stelpu, hentar mið- og unglingastigi)

Daddy, Papa, and Me eftir Lesléa Newman (myndabók á ensku um hversdagsleikann hjá ungu barn sem á tvo pabba, hentar leikskólabörnum).

Ég er Jazz eftir Jessica Herthel (bók á íslensku, um trans stelpuna Jazz og hennar upplifun. Hentar börnum í leikskóla og yngstu stigum grunnskóla. Bókin byggir nokkuð á staðalmyndum kynjanna sem er mikilvægt að setja spurningamerki við í gegnum lesturinn)

Fjölskyldan mín eftir Ástu Rún Valgerðardóttur og Láru Garðarsdóttur (bók á íslensku um ólík fjölskylduform, hentar leikskólum og yngsta stigi grunnskóla)

Fjölskyldubókin eftir Todd Parr (myndabók á íslensku um alls konar fjölskyldur sem hentar leikskólabörnum).

Háttatími eftir Lawrence Schimel og Elīna Braslina (bók á íslensku um barn sem á tvö pabba, hund og ævintýri í kringum háttatímann. Hentar leikskólabörnum og í byrjendalæsi grunnskólabarna)

Heather has Two Mommies eftir Lesléa Newman (bók á ensku, um barn sem á tvær mæður, hentar leikskólabörnum)

Hinsegin frá Ö til A (upplýsingasíða á íslensku um hinsegin málefni, hugmyndafræði, hugtök og með frásögnum hinsegin fólks)

Hugrakkasti riddarinn (stuttmynd á íslensku um Cedrik riddara sem verður ástfanginn af prinsi, hentar börnum í leikskóla og yngstu stigum grunnskóla)

Huldukonur (kennsluefni og heimasíða á íslensku um hinsegin konur á fyrri tímum sem hentar unglingastigi)

Hvað er hinsegin?/What is Queer? (upplýsingabæklingur og plakat um grunnhugtök hinseginleikans á íslensku og ensku)

Hvað er hinsegin?/Co to jest Queer? (upplýsingabæklingur og plakat um grunnhugtök hinseginleikans á íslensku og pólsku)

Hvernig skal bregðast við spurningum um trans fólk í kyngreindum rýmum (bæklingur á íslensku og ensku, tengdur íþróttamannvirkjum)

I am Jazz eftir Jessica Herthel (bók á ensku, um trans stelpuna Jazz, hentar börnum í leikskóla og yngstu stigum grunnskóla. Bókin byggir nokkuð á staðalmyndum sem er mikilvægt að varast og setja spurningamerki við í gegnum lesturinn)

In a Heartbeat (stutt teiknimynd án tals sem sýnir ást tveggja drengja, hentar yngsta stigi og virkar vel sem kveikja að frekari umræðum)

Introducing Teddy: a Gentle Story about Gender and Friendship eftir Jessica Walton (bók á ensku um bangsa sem er trans, hentar börnum í leikskóla)

It Feels Good to Be Yourself: A Book About Gender Identity (bók á ensku sem fjallar um kynvitund og fjölbreytileika kyns fyrir leikskóla og yngsta stig grunnskóla)

I Will Always Love You eftir Mason Deaver (skáldsaga á ensku sem fjallar um ungling sem kemur út sem kynsegin og upplifir höfnun foreldra, en finnur stuðning og ást í nýjum skóla, hentar unglingastigi)

Julián is a Mermaid eftir Jessica Love (bók á ensku um barn með ódæmigerða/fjölbreytta kyntjáningu sem hentar leikskólastigi)

Julián at the Wedding eftir Jessica Love (bók á ensku um barn með ódæmigerða/fjölbreytta kyntjáningu sem lendir í ævintýrum í brúðkaupi tveggja kvenna, hentar leikskólastigi)

Kvár: hvað er að vera kynsegin? eftir Elías Rúna (bók á íslensku sem hentar mið- og unglingastigi) 

Kynhyrningurinn og kynjakakan (myndir með útskýringum á hugtökunum kynhneigð, kyntjáning, kynvitund og kyneinkenni, hentar vel í umræðum með börn og hægt að útfæra fyrir öll aldursstig, einnig á ensku hér)

Kynungabók (bók á PDF formi um jafnrétti og stöðu karla og kvenna, hentar unglingastigi)

Kyn er alls konar (plakat með myndum og texta um alls konar kyn, hentar börnum á öllum skólastigum)

Kynvitund og kyntjáning á korti / Gender Identity and Expression Map (vefsíða með skemmtilegu upplýsingakorti á ensku um alls konar hugtök og sjálfsmyndir tengdar kynvitund og kyntjáningu, hentar börnum á unglingastigi)

Love makes a Family eftir Sophie Beer (bók á ensku um alls konar fjölskyldur að gera hversdagslega hluti saman, hentar leikskólabörnum)

Mama, Mommy, and Me in the Middle eftir Nina Lacour (bók á ensku um upplifun barns þegar önnur móðir þess fer í burtu í vinnuferð, hentar leikskólabörnum og yngsta stigi grunnskóla).

Mommy, Mama and Me eftir Lesléa Newman (myndabók á ensku um hversdagsleikann hjá ungu barn sem á tvær mömmur, hentar leikskólabörnum).

Morgunverkin eftir Lawrence Schimel og Elīna Braslina (bók á íslensku um barn sem á tvær mömmu, yngra systkini og kött og ævintýri snemma um morgun. Hentar leikskólabörnum og í byrjendalæsi grunnskólabarna).

Morris Micklewhite and the Tangerine Dress eftir Christine Baldacchino (bók á ensku um strák sem er strítt fyrir að klæðast kjól, hentar börnum í leikskóla og yngsta stigi grunnskóla)

My Dad Thinks I'm A Boy?!: A Trans Positive Children's Book eftir Sophie Labelle (bók á ensku um trans stelpu sem nýtur ekki stuðnings föður síns og hvernig hún tekst á við það, hentar börnum á yngsta og miðstigi og sérstaklega trans börnum sem gætu tengt við efnið. Aftast í bókinni eru kveikjur að frekari umræðum)

My Genderation (Youtube rás á ensku með fjölbreyttum myndböndum sem eru öll um trans fólk og gerð af trans fólki, hentar unglingastigi)

My Shadow is Pink eftir Scott Stuart (bók á ensku um strák með ódæmigerða kyntjáningu sem upplifir í fyrstu stuðningsleysi frá föður sínum og höfnun í skólanum en fær síðar stuðning. Bókin sýnir fram á hversu fjölbreytt við erum og að við getum verið alls konar óháð kyni)

My Shadow is Pink eftir Scott Stuart (stuttmynd án tals sem hentar yngsta stigi og er byggð á bók um strák með ódæmigerða kyntjáningu sem upplifir í fyrstu stuðningsleysi frá föður sínum en síðar stuðning)

My Shadow is Purple eftir Scott Stuart (bók á ensku um barn sem passar ekki inn í tvíhyggju kynjakerfið, hentar vel í umræður um kynsegin málefni og fjölbreytileika kyns. Einnig hægt að horfa á lestur bókarinnar á Youtube)

Neither eftir Arlie Anderson (einföld bók á ensku fyrir leikskóla og yngsta stig grunnskóla sem er hægt að tengja við kynsegin börn, kynjanorm og kynjakerfið sem og aðra þætti sem gera það að verkum að börn skera sig úr og hvernig hægt er að skapa rými fyrir öll). Þýðing á bókinni ásamt umræðukveikjum má finna hér: Neither/Hvorugt

Nöfn og fornöfn á 60 sekúndum (stutt myndband á ensku með Uglu Stefaníu Kristjönu- Jónsdóttur og Fox Fisher að útskýra mikilvægi nafna og fornafna fyrir trans fólk, hentar miðstigi, unglingastigi og þeim sem vinna með börnum)

Ofur mjúkar hetjur (litabók með ofurhetjum sem afbyggja staðalmyndir kynjanna, eftir sænsku listakonuna Linnea Johanson)

Ofur sterkar prinsessur (litabók með prinsessum sem afbyggja staðalmyndir kynjanna, eftir sænsku listakonuna Linnea Johanson)

Prinsarnir og fjársjóðurinn eftir Jeffrey A. Miles (bók á íslensku um prinsa sem verða ástfangnir og ævintýrum þeirra, hentar börnum í leikskóla og yngstu stigum grunnskóla)

Purl (stutt teiknimynd með ensku tali sem sýnir mikilvægi þess að gera ráð fyrir og fagna fjölbreytileikanum og því sem gerir okkur öðruvísi, virkar vel sem kveikja að frekari umræðum)

Ready, Set, Respect! GLSEN’s Elementary School Toolkit (bandarískur leiðarvísir fyrir grunnskólakennara um hvernig hægt sé að ræða og fræða um einelti, fjölbreyttar fjölskyldur og kynjakerfið ásamt upplýsingum um hvernig má bæta orðræðuna, frímínútur og íþróttir)

Rósalín fer sínar eigin leiðir (stuttmynd á íslensku um Rósalín sem verður ástfangin af annarri konu, hentar börnum í leikskóla og yngstu stigum grunnskóla)

Talað um trans (upplýsingabæklingur frá Trans Íslandi um hvernig best sé að skrifa og tala um trans fólk)

Teaching Tolerance (tímarit á ensku fyrir kennara um fjölbreytileika og kennslu, á PDF formi, sjá grein un hinseginleika á bls. 35)

Trans barnið. Handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk eftir Stephanie A. Brill og Rachel Pepper (bók á íslensku og aðlöguð að íslensku samhengi um trans börn, fjölskyldur þeirra og hvernig best er að styðja við þau heima við sem og annars staðar).

Trans regnhlífin (mynd sem sýnir hvernig sumt trans fólk er innan kynjatvíhyggjunnar og annað utan hennar, einnig á ensku hér)

Vertu þú! eftir Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur (bók sem fjallar m.a. um trans barn og samkynja pör. Hentar börnum í leikskóla og yngstu stigum grunnskóla).

When Aidan Became a Brother eftir Kyle Lukoff (bók á ensku um trans strák sem eignast systkini, hentar leikskóla og yngsta stigi grunnskóla)

Who Are You?: The Kid's Guide to Gender Identity eftir Brook Pessin-Whedbee (bók á ensku un kynvitund og fjölbreytileika kyns, hentar börnum í leikskóla og yngsta stigi grunnskóla)

Fleiri bækur tengdar málefnum hinsegin fólks má finna á borgarbókasöfnum, í gegnum leitir.is og á Rafbókasafninu.

 

Hinsegin fræðsluefni

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar.

Ef þú ert með spurningar eða ábendingar um efni sem ætti heima á þessum lista getur þú sent tölvupóst á hinsegin@reykjavik.is