Vöktun vatnsgæða

Helstu uppsprettur mengunar í ám og vötnum í Reykjavík eru meðal annars rangar tengingar skólplagna, ófullnægjandi rotþrær, lélegar taðþrær og haughús, áburðardreifing, landbúnaður, fiskeldi og afrennsli/ofanvatn af bundnu yfirborði. 

Votlendi

Votlendi er mikilvægt búsvæði fugla, smádýra og plantna, og fjölmargar tegundir grasa festa rætur þar. Vatnsmýrin er votlendissvæði í miðbæ Reykjavíkur sem er undir miklu álagi m.a. vegna umferðar, þéttingu byggðar og annarra umsvifa mannsins.

Regluleg vöktun

HER vaktar efna- og eðlisþætti vatnsins reglulega og gerir frekari rannsóknir eftir þörfum.

 

Niðurstöður

Hlekkir væntanlegir

Mánaðarlegar niðurstöður mælinga og ársniðurstöður

Vöktunarskýrslur

Niðurstöður forgangsefnasýnatöku

 

 

Regluverk

Eitt af hlutverkum heilbrigðisnefnda er að fylgjast með að ákvæðum reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns sé framfylgt. Auk þess að flokka vötn (grunn- og yfirborðsvatn) með tilliti til mengunar ber heilbrigðisnefndum að setja langtímamarkmið fyrir vatnsgæði og vöktun vatnanna í því skyni að viðhalda náttúrulega ástandi þeirra.

 Helstu ár og vötn í Reykjavik voru flokkuð á árunum 2001 - 2007 og á árinu 2009 fór fram vöktun á ákveðnum ám og vötnum. Hér má sjá niðurstöður vöktunar með ám og vötnum í Reykjavík árið 2009.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Fyrirspurnir og/eða ábendingar