Vöktun á umhverfi
![Teikning af húsi sem er eins og blómapottur í laginu og kona vökvar gróður á þakinu](/sites/default/files/2021-09/Graen_borg_0.png)
Með því að fylgjast náið með gæðum lofts og vatns í umhverfi okkar tryggjum við öryggi íbúa Reykjavíkur.
Hlutverk vöktunar
Að stuðla að öflugri umhverfisvöktun og fræðslu til almennings í Reykjavík ásamt því að framfylgja lögum og reglugerðum.
Vöktunin felst í mælingum á loftgæðum í nokkrum mælistöðvum í borginni og gefa út viðvaranir eftir því sem tilefni er til. Eftirliti með vatnsverndarsvæði borgarinnar, fráveitunni, sýnatökum í strandsjó, ám og vötnum ásamt því að haft er eftirlit með lóðum og lendum. Skýrslur um umhverfisgæði og kynningar á niðurstöðum vöktunar eru gerðar reglulega.
Helstu verkefni
- Vöktun loftgæða í borginni m.a. við leikskóla, umferðarþungar götur og á íbúðasvæðum.
- Vöktun vatnsgæða í strandsjó, ám og vötnum auk eftirlits með votlendi svo sem Vatnsmýrinni.
- Eftirlit með framkvæmdum og umgengni á vatnsverndarsvæðinu.
- Umsagnir um framkvæmdir í skipulagsferli eða í ferli til mats á umhverfisáhrifum.
- Vöktun og mælingar á hávaða
- Eftirlit með fráveitu og mengun í jarðvegi og ofanvatni.
Loftgæði
Heilnæmt andrúmsloft er mikilvæg auðlind og undirstaða góðrar heilsu og velferðar. Áhrif mengaðs andrúmslofts á heilsu koma sífellt betur í ljós og eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari fyrir loftmengun. Þessir hópar eru meðal annars börn, einstaklingar með astma, lungna- og/eða hjarta- og æðasjúkdóma.
![Teikning af bekk og ruslatunnu á staur.](/sites/default/files/hanna_illustrations/bekkur.png)
Vatnsvernd
Markmið vatnsverndar er að tryggja verndun grunnvatns á vatnsverndarsvæðum höfuðborgarsvæðisins þannig að gæði neysluvatns á vatnstökustað uppfylli ávallt kröfur sem gerðar eru í gildandi löggjöf.
![Teikning af álft í tjörninni fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur.](/sites/default/files/hanna_illustrations/svid1.png)
Vöktun vatnsgæða
Helstu uppsprettur mengunar í ám og vötnum í Reykjavík eru meðal annars rangar tengingar skólplagna, ófullnægjandi rotþrær, lélegar taðþrær og haughús, áburðardreifing, landbúnaður, fiskeldi og afrennsli/ofanvatn af bundnu yfirborði.
Helstu uppsprettur mengunar í strandsjó í Reykjavík eru ofanvatn/yfirföll dælustöðva, rangar tengingar skólplagna, náttúrulegur uppruni – fuglar og dýr og losun skólps frá skipum og smábátum.
Hávaði
Uppsprettur hávaða geta verið margar og hafa rannsóknir sýnt fram á mikilvægi góðrar hljóðvistar fyrir heilsu. Umhverfishávaði er m.a. hávaði frá umferð, flugumferð og framkvæmdum.
![Teikning af stressuðum heila í höfðinu á manneskju.](/sites/default/files/hanna_illustrations/stress.png)
Fráveita og mengun
Fráveituvatn getur verið mengunarvaldur en góð hreinsun getur dregið verulega úr neikvæðum áhrifum þess.
![Teikning af tveimur mannsekjum horfa á Esjuna út um glugga.](/sites/default/files/hanna_illustrations/fjarmal2.png)
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
- Borgartún 12, 105 Reykjavík
- Þjónustuver 411 1111