Heilsueflandi samgöngumátar - Borgarlína og betri almenningssamgöngur

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Borgarlínan er hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Borgarlínan verður með góðar tengingar við strætisvagna sem koma frá nágrannasveitarfélögum. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum en þannig eykst bæði áreiðanleiki og hagkvæmni.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Áfram er unnið að fyrstu lotu borgarlínu. Forhönnun er komin vel af stað. Verklýsing deiliskiuplags um borgarlínu um Suðurlandsbraut var birt 2023. Áfram verður unnið að gerð deiliskipulags Borgarlínu á árinu 2024. Verkhönnun Fossvogsbrúar er langt komin og er gert er ráð fyrir að hafist verði handa við fyllinga vegna brúarinnar á árinu 2024 og að framkvæmd brúarinnar verði boðin út á síðari hluta sama árs.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Hönnunarvinna er í gangi við 1. áfanga, en þeim áfanga er skipt upp í smærri hluta. Reykjavíkurborg hefur fengið allar svokallaðar "inception"-skýrslur, sem lýsa forsendum forhönnunar og hefur athugasemdum borgarinnar verið komið á framfæri við flestar skýrslurnar og er að vinna að athugasemdum við þær sem eftir eru. Forhönnun er hafin eða að hefjast á öllum hlutum og er vel á veg komin á þeim köflum sem eru lengst komnir. Verkhönnun er í gangi á landfyllingu og brú yfir Fossvog en áætlað er að verkhönnun í næstu hlutum hefjist í febrúar á næsta ári.

  Janúar 2023   Á árinu var unnið að skipulags- og uppbyggingaráætlunum meðfram Borgarlínu og deiliskipulagsgerð fyrir einstaka kafla Borgarlínu.
  Júlí 2022 Á árinu var unnið að skipulags- og uppbyggingaráætlunum meðfram Borgarlínu og deiliskipulagsgerð fyrir einstaka kafla Borgarlínu.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir