Umferðaröryggis-áætlun Reykjavíkur

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Áhersla áætlunarinnar tengist markmiðum um gönguvæna borg og á að fækka alvarlegum slysum og banaslysum með sérstakri áherslu á að draga úr slysum á börnum. Reykjavíkurborg einsetur sér að taka upp núllsýn á gildistíma áætlunarinnar og að vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga í umferðaröryggismálum. Hugmyndafræði núllsýnar byggir á því að enginn eigi að slasast alvarlega eða látast í umferðferðarslysum. Flest alvarleg slys í Reykjavík eru á þeim sem eru gangandi, hjólandi eða ferðast með öðrum virkum hætti. Framfylgd áætlunarinnar er því lykilþáttur í að bæta aðstæður til að ferðast með virkum hætti í borginni. Uppfærsla umferðaröryggisáætlunar verður kláruð á árinu 2024. Upplýsingasíða verður gerð á vef Reykjavíkur um áætlunina, markmið hennar og stöðu þar sem aðgerðir sem unnið er að til að bæta umferðaröryggi í borginni, t.d. lækkun hámarkshraða í borginni verða birtar.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Innleiðing á fyrsta fasa af þremur á nýjum eftirlitsbúnaði með bifreiðastöðum er lokið. Búnaðurinn hefur verið í notkun frá  því á vormánuðum 2025 en enn er unnið að innleiðingu og að auka virkni hans og hagnýtingu.

Eldri stöðulýsingar

Taflan hér fyrir neðan inniheldur aðgerðir, hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni.
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2025 Innleiðing á fyrsta fasa af þremur á nýjum eftirlitsbúnaði með bifreiðastöðum er lokið. Búnaðurinn hefur verið í notkun frá  því á vormánuðum 2025 en enn er unnið að innleiðingu og að auka virkni hans og hagnýtingu.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: