Umferðaröryggis-áætlun Reykjavíkur
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Áhersla áætlunarinnar tengist markmiðum um gönguvæna borg og á að fækka alvarlegum slysum og banaslysum með sérstakri áherslu á að draga úr slysum á börnum. Reykjavíkurborg einsetur sér að taka upp núllsýn á gildistíma áætlunarinnar og að vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga í umferðaröryggismálum. Hugmyndafræði núllsýnar byggir á því að enginn eigi að slasast alvarlega eða látast í umferðferðarslysum. Flest alvarleg slys í Reykjavík eru á þeim sem eru gangandi, hjólandi eða ferðast með öðrum virkum hætti. Framfylgd áætlunarinnar er því lykilþáttur í að bæta aðstæður til að ferðast með virkum hætti í borginni. Uppfærsla umferðaröryggisáætlunar verður kláruð á árinu 2024. Upplýsingasíða verður gerð á vef Reykjavíkur um áætlunina, markmið hennar og stöðu þar sem aðgerðir sem unnið er að til að bæta umferðaröryggi í borginni, t.d. lækkun hámarkshraða í borginni verða birtar.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Innleiðing á fyrsta fasa af þremur á nýjum eftirlitsbúnaði með bifreiðastöðum er lokið. Búnaðurinn hefur verið í notkun frá því á vormánuðum 2025 en enn er unnið að innleiðingu og að auka virkni hans og hagnýtingu.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu |
| Júlí 2025 | Innleiðing á fyrsta fasa af þremur á nýjum eftirlitsbúnaði með bifreiðastöðum er lokið. Búnaðurinn hefur verið í notkun frá því á vormánuðum 2025 en enn er unnið að innleiðingu og að auka virkni hans og hagnýtingu. |
Tengdar aðgerðir
| Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Svið |
|---|---|---|---|
| Umferðaröryggis-áætlun Reykjavíkur | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
| Aðgangsstýringar og gjaldbúnaður fyrir bílahús | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
| Hlemmsvæðið | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
| Gönguvæn borg - 15 mínútna hverfi | Í vinnslu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
| Gönguvæn borg - græn borgarþróun | Í vinnslu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
| Hjólreiðaborg á heimsmælikvarða | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
| Borgarlína og betri almenningssamgöngur | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
| Hleðslubúnaður fyrir rafbíla við fjöleignarhús | Lokið | 2022 | Umhverfis- og skipulagssvið |
| Skipulagssamkeppni um uppbyggingu byggðar og samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri |
Í vinnslu | 2023 | Umhverfis- og skipulagssvið Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.