Orkuskipti - hleðslubúnaður fyrir rafbíla við fjöleignarhús

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur hafa komið á fót sjóði sem ætlað er að styrkja fjöleignarhús í að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur leggja árlega 20 milljónir króna hvor í þrjú ár í sjóð til að úthluta styrkjum til húsfélaga íbúðarhúsa sem koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Markmiðið er að styðja við og hraða orkuskiptum.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2023

Á árinu 2022 hafði styrkjum verið veitt til 44 húsfélaga fjöleignarhúsa. Frá upphafi verkefnisins hafa 3.250 íbúðir fengið hleðslustöð á lóð.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2022 Á árinu 2022 hafa styrkir verið veittir til 35 húsfélaga fjöleignarhúsa með 972 íbúðir til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Áætlaður kostnaður þeirra framkvæmda er um 92 m.kr. og styrkur áætlaður um 45 m.kr. Útboði á uppsetningu og rekstri hleðslustöðva við götustæði hafa tafist vegna kærumála sem enn eru í meðferð hjá Hæstarétti en lokið hefur verið við að koma fyrir innviðum í jörðu á 22 stöðum á þessu ári og eru þeir klárir til útboðs þegar málaferlum lýkur.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir