Orkuskipti - hleðslubúnaður fyrir rafbíla við fjöleignarhús
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur hafa komið á fót sjóði sem ætlað er að styrkja fjöleignarhús í að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur leggja árlega 20 milljónir króna hvor í þrjú ár í sjóð til að úthluta styrkjum til húsfélaga íbúðarhúsa sem koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Markmiðið er að styðja við og hraða orkuskiptum.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022
Stöðulýsing 1. janúar 2023
Á árinu 2022 hafði styrkjum verið veitt til 44 húsfélaga fjöleignarhúsa. Frá upphafi verkefnisins hafa 3.250 íbúðir fengið hleðslustöð á lóð.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2022 | Á árinu 2022 hafa styrkir verið veittir til 35 húsfélaga fjöleignarhúsa með 972 íbúðir til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Áætlaður kostnaður þeirra framkvæmda er um 92 m.kr. og styrkur áætlaður um 45 m.kr. Útboði á uppsetningu og rekstri hleðslustöðva við götustæði hafa tafist vegna kærumála sem enn eru í meðferð hjá Hæstarétti en lokið hefur verið við að koma fyrir innviðum í jörðu á 22 stöðum á þessu ári og eru þeir klárir til útboðs þegar málaferlum lýkur. |
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Svið |
---|---|---|---|
Hlemmsvæðið | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Gönguvæn borg - 15 mínútna hverfi | Í vinnslu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Gönguvæn borg - græn borgarþróun | Í vinnslu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Hjólreiðaborg á heimsmælikvarða | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Borgarlína og betri almenningssamgöngur | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Hleðslubúnaður fyrir rafbíla við fjöleignarhús | Lokið | 2022 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Skipulagssamkeppni um uppbyggingu byggðar og samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri |
Í vinnslu | 2023 | Umhverfis- og skipulagssvið Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum verður á grænum og fjölbreyttum forsendum.