Heilsueflandi samgöngumátar - hjólreiðaborg á heimsmælikvarða
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Nýsamþykktri hjólreiðaáætlun var fylgt eftir á árinu, m.a. var haldið áfram að leggja hjólastíga í borginni og komið upp öruggum hjóla- og hlaupahjólastæðum við nokkra grunnskóla borgarinnar.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Áfram er unnið að uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni í samræmi við hjólreiðaátælun og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Í lok árs 2023 eru um 42 km af hjólastígum komnir. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að um 5 km bætist við. Í samræmi við áætlunina er einnig unnið að því að fjölga aðgengilegum og öruggum hjólastæðum í borginni.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Unnið er að uppbyggingu göngu- og hjólastíga eftir hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Í samstarfi við Vegagerðina og Betri samgöngur er unnið að því að koma hjólreiðum á sér hjólastíga á helstu stofnleiðum hjólreiða um Reykjavik. Árið 2023 má áætla að séu komnir um 45km af sérstökum hjólaleiðum um Reykjavík. Ár hvert bætast við um 3-5 km af nýjum hjólastígum eða hjólaleiðum í mismunandi útfærslum. Lokið hefur verið við að uppfylla markmið um fjölda hjólastæða við grunnskóla eða sem nemur 20% af fjölda nemenda við hvern skóla. Næst er að fara í sambærilega innleiðingu á hjólastæðum fyrir Leikskóla borgarinnar. | |
Janúar 2023 | Nýsamþykktri hjólreiðaáætlun var fylgt eftir á árinu, m.a. var haldið áfram að leggja hjólastíga í borginni og komið upp öruggum hjóla- og hlaupahjólastæðum við nokkra grunnskóla borgarinnar. Kynning á framvindu áætlunarinnar fór fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. desember 2022. | |
Júlí 2022 | Nýsamþykktri hjólreiðaáætlun var fylgt eftir á árinu, m.a. var haldið áfram að leggja hjólastíga í borginni og komið upp öruggum hjóla- og hlaupahjólastæðum við nokkra grunnskóla borgarinnar. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Svið |
---|---|---|---|
Hlemmsvæðið | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Gönguvæn borg - 15 mínútna hverfi | Í vinnslu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Gönguvæn borg - græn borgarþróun | Í vinnslu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Hjólreiðaborg á heimsmælikvarða | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Borgarlína og betri almenningssamgöngur | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Hleðslubúnaður fyrir rafbíla við fjöleignarhús | Lokið | 2022 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Skipulagssamkeppni um uppbyggingu byggðar og samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri |
Í vinnslu | 2023 | Umhverfis- og skipulagssvið Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum verður á grænum og fjölbreyttum forsendum.