Heilsueflandi samgöngumátar - hjólreiðaborg á heimsmælikvarða
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Endurskoðuð hjólreiðaáætlun setji sér sem markmið að Reykjavík verði hjólreiðaborg á heimsmælikvarða. Markmiðið er að auka hlutdeild hjólreiða í ferðum í borginni. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar ört. Samhliða fjölgar ferðum í borginni mikið þar sem hver íbúi fer að meðaltali um fjórar ferðir á dag. Hjólreiðar eru hagkvæmur, heilsusamlegur og skemmtilegur ferðamáti. Betri hjólaborg eykur lífsgæði allra borgarbúa. Loftgæði verða betri, íbúar verða heilsuhraustari og tafir í bílaumferð verða minni. Hjólreiðar eru hamingjuríkasti ferðamátinn. Hjólreiðaáætlun er fylgt eftir með reglubundnum hætti og framvinda kynnt á heimasíðu verkefnisins. Á árunum 2024-2025 verður yfirbyggðum, öruggum hjólaskýlum fjölgað í borginni.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Talningar á hjólreiðamönnum á stígum borgarinnar sýna stöðuga fjölgun. Undantekningin er slæmt veðurfar sem hefur áhrif á samanburð milli mánaða, bæði sumar og vetur.
Rafhjólaeign fer vaxandi og sést það á hjólastígum borgarinnar ásamt fleiri örflæðifararmátum sem ganga fyrir rafmagni. Við hjólastígakerfi borgarinnar hafa bæst nýir hjólastígar í stofnleiðanet hjólreiða þar sem hjólreiðar eru aðskildar frá gangandi vegfarendum í umferðinni.
Tvær nýjar brýr eru í smíðum á stofnstígakerfi göngu-og hjólaleiða um Elliðaárdalinn og sú þriðja í undirbúningi og er hluti af framkvæmdaráætlun samgöngusáttmálans. Settur var af stað vinnuhópur til að búa til leiðbeiningar um uppsetningu á hjólreiðaskýlum í borginni fyrir mismunandi notendahópa.
Ákveðið var að setja af stað vinnu við gönguáætlun sambærilega og hjólreiðaáætlun til að efla og tryggja aðgengi gangandi um borgina. Á tímabilinu hafa fleiri nýir hjólastígar verið í undirbúningi úr hjólreiðaáætlun 2021-2025 og samgöngusáttmálanum.
Samtal við helstu fulltrúa hjóleiðasamfélagsins um vetrarþjónustu og leiðir til að bæta hana í samvinnu við notendur stígakerfisins.
Unnin var skýrslur um hjólaþjófnað í borginni og leiðir til að sporna við því ásamt skýrslu um samgönguleiðir fyrir hjól milli alþjóðaflugvallar um Keflavík og Reykjavíkur.
Vinna við nýja hjólreiðaáætlun er hafin með skipan stýrihóps.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Janúar 2024 | Áfram er unnið að uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni í samræmi við hjólreiðaátælun og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Í lok árs 2023 eru um 42 km af hjólastígum komnir. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að um 5 km bætist við. Í samræmi við áætlunina er einnig unnið að því að fjölga aðgengilegum og öruggum hjólastæðum í borginni. | |
| Júlí 2023 | Unnið er að uppbyggingu göngu- og hjólastíga eftir hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Í samstarfi við Vegagerðina og Betri samgöngur er unnið að því að koma hjólreiðum á sér hjólastíga á helstu stofnleiðum hjólreiða um Reykjavik. Árið 2023 má áætla að séu komnir um 45km af sérstökum hjólaleiðum um Reykjavík. Ár hvert bætast við um 3-5 km af nýjum hjólastígum eða hjólaleiðum í mismunandi útfærslum. Lokið hefur verið við að uppfylla markmið um fjölda hjólastæða við grunnskóla eða sem nemur 20% af fjölda nemenda við hvern skóla. Næst er að fara í sambærilega innleiðingu á hjólastæðum fyrir Leikskóla borgarinnar. | |
| Janúar 2023 | Nýsamþykktri hjólreiðaáætlun var fylgt eftir á árinu, m.a. var haldið áfram að leggja hjólastíga í borginni og komið upp öruggum hjóla- og hlaupahjólastæðum við nokkra grunnskóla borgarinnar. Kynning á framvindu áætlunarinnar fór fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. desember 2022. | |
| Júlí 2022 | Nýsamþykktri hjólreiðaáætlun var fylgt eftir á árinu, m.a. var haldið áfram að leggja hjólastíga í borginni og komið upp öruggum hjóla- og hlaupahjólastæðum við nokkra grunnskóla borgarinnar. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum verður á grænum og fjölbreyttum forsendum.