Heilsueflandi samgöngumátar - hjólreiðaborg á heimsmælikvarða

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Nýsamþykktri hjólreiðaáætlun var fylgt eftir á árinu, m.a. var haldið áfram að leggja hjólastíga í borginni og komið upp öruggum hjóla- og hlaupahjólastæðum við nokkra grunnskóla borgarinnar.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Áfram er unnið að uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni í samræmi við hjólreiðaátælun og samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Í lok árs 2023 eru um 42 km af hjólastígum komnir. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að um 5 km bætist við. Í samræmi við áætlunina er einnig unnið að því að fjölga aðgengilegum og öruggum hjólastæðum í borginni.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 Unnið er að uppbyggingu göngu- og hjólastíga eftir hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Í samstarfi við Vegagerðina og Betri samgöngur er unnið að því að koma hjólreiðum á sér hjólastíga á helstu stofnleiðum hjólreiða um Reykjavik. Árið 2023 má áætla að séu komnir um 45km af sérstökum hjólaleiðum um Reykjavík. Ár hvert bætast við um 3-5 km af nýjum hjólastígum eða hjólaleiðum í mismunandi útfærslum. Lokið hefur verið við að uppfylla markmið um fjölda hjólastæða við grunnskóla eða sem nemur 20% af fjölda nemenda við hvern skóla. Næst er að fara í sambærilega innleiðingu á hjólastæðum fyrir Leikskóla borgarinnar.
  Janúar 2023   Nýsamþykktri hjólreiðaáætlun var fylgt eftir á árinu, m.a. var haldið áfram að leggja hjólastíga í borginni og komið upp öruggum hjóla- og hlaupahjólastæðum við nokkra grunnskóla borgarinnar. Kynning á framvindu áætlunarinnar fór fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. desember 2022.
  Júlí 2022 Nýsamþykktri hjólreiðaáætlun var fylgt eftir á árinu, m.a. var haldið áfram að leggja hjólastíga í borginni og komið upp öruggum hjóla- og hlaupahjólastæðum við nokkra grunnskóla borgarinnar.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir