Gönguvæn borg - græn borgarþróun

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Þróun borgarinnar verði öll innan skilgreindra vaxtarmarka hennar og 80% uppbyggingar íbúðarhúsnæðis verði innan þægilegrar fjarlægðar frá Borgarlínu.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2030

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Verið er að undirbúa skipulag fyrir Leirtjörn, Borgarspítalareit, Sóleyjarrima og Safamýri þar sem farið verður í hugmyndaleit. Fyrstu tillögur að deiliskipulagi fyrir fyrsta áfanga skipulags á Kringlureit eru í vinnslu. Áfram er unnið að skipulagsgerð fyrir  Elliðaárvog, Ártúnshöfða, Gufunesi, Skerjafirði og á Keldum í samstarfi við Betri samgöngur. Einnig verður áfram með svæði í kringum Sæbraut og Miklubraut í stokk/göng. Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. undirrituðu viljayfirlýsingu fyrri part ársins um samstarf vegna þróunar og uppbyggingar Keldnalands og Keldnaholts. Samkeppni er lokið og unnið er að nánari útfærslu skipulags fyrir svæðið.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Á fyrri hluta árs 2023 var áfram unnið að greiningu og skipulagsgerð í Elliðaárvogi, Ártúnshöfða, Gufunesi, Skerjafirði og á Keldum í samstarfi við Betri samgöngur. Einnig var unnið frekar með svæði í kringum Sæbraut og Miklubraut í stokk, í framhaldi af hugmyndaleit um skipulag svæðanna. Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. undirrituðu viljayfirlýsingu fyrri part ársins um samstarf vegna þróunar og uppbyggingar Keldnalands og Keldnaholts og flýtingu uppbyggingar innviða tveggja Borgarlínuleiða. Opin samkeppni um þróun Keldnalands hófst í upphafi árs 2023.

  Janúar 2023   Á árinu 2022 var unnið að skipulagsgerð í Elliðaárvogi, Ártúnshöfða, Gufunesi, Skerjafirði og á Keldum í samstarfi við Betri samgöngur. Einnig var unnið að gerð skipulags fyrir Sæbraut og Miklubraut í stokk, í framhaldi af hugmyndaleit um skipulag svæðanna. Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. undirrituðu viljayfirlýsingu fyrri part ársins um samstarf vegna þróunar og uppbyggingar Keldnalands og Keldnaholts og flýtingu uppbyggingar innviða tveggja Borgarlínuleiða. Samkeppni um Keldur og Keldnaholt hófst á fyrri hluta árs 2023.
  Júlí 2022 Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. undirrituðu viljayfirlýsingu fyrri part ársins um samstarf vegna þróunar og uppbyggingar Keldnalands og Keldnaholts og flýtingu uppbyggingar innviða tveggja Borgarlínuleiða. Á árinu 2022 var unnið að skipulagsgerð í Elliðaárvogi, Ártúnshöfða, Gufunesi, Skerjafirði og á Keldum í samstarfi við Betri samgöngur. Einnig var unnið að gerð skipulags fyrir Sæbraut og Miklubraut í stokk, í framhaldi af hugmyndaleit um skipulag svæðanna.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir